fbpx

Að öllum líkindum ertu að lesa þessa grein af því þú varst að taka léttan nethring í símanum. Hann samanstendur líklega af því að fara í gegnum Facebook, Twitter, MBL, Vísi o.s.frv. (og ekkert að því).

Þér finnst þú kannski ekki fara það mikið í símann, en rannsóknir sýna að venjulegur snjallsímanotandi tekur upp símann 46 sinnum á dag (grein frá 2015, mögulega hærra í dag, var 33 sinnum árið 2014). Sofi einstaklingur í 8 tíma á sólarhring, þá þýðir þetta að hinn dæmigerði snjallsímanotandi kíki á símann rétt tæplega þrisvar sinnum á hverjum klukkutíma. Að sumu leyti er eðlilegt að einstaklingur líti oft á tækið sitt, þar sem snjallsími leysir af hólmi hefðbundið símtæki, leikjatölvu, fartölvu (upp að vissu marki), auk þess sem tækin eru núna notuð til að panta pizzu, borga í strætó, senda pening o.fl.

Þrátt fyrir þetta hafa margir áhyggjur af sívaxandi notkun snjalltækja, og nýlega sendu stórir hluthafar í Apple (sem eiga hlutabréf fyrir 205 milljarða króna) frá sér tilkynningu, þar sem fyrirtækið er beðið um að hafa í huga áhrif ofnotkunar snjalltækja á andlega heilsu ungmenna.

Forritið Moment

Ef þú vilt framkvæma örlitla sjálfskoðun, prófaðu þá að sækja forritið Moment. Forritið fylgist með notkun tækisins, þannig að þú fáir smá innsýn inn í það hvernig þú notar tækið þitt, og hversu tíma þú verð í einstökum forritum. Moment býður svo einnig upp á ráðgjöf (sem þú kaupir aukalega) til að minnka snjallsímanotkun þína.

Fría útgáfan af forritinu lætur þig vita hversu oft þú hefur tekið upp símann viðkomandi dag, hvar þú notaðir síman, og loks hvenær þú tókst upp símann og hversu lengi.

Samkvæmt forritinu nota þeir sem kaupa Premium uppfærsluna af Moment símann 62 mínútum minna eftir að hafa fylgt ráðum forritsins, eða sem nemur 15 sólarhringum á ári.

14 daga „bootcamp“ til að minnka snjallsímanotkun
14 daga „bootcamp“ til að minnka snjallsímanotkun

Eins og áður hefur komið fram þá er forritið ókeypis, en býður upp á uppfærslu sem kostar $3.99 (eða $4.94 ef þú ert með íslenskan Apple reikning).

Til þess að forritið virki sem allra best þá þarftu að veita því allan þann aðgang sem það biður um, og leyfa því að senda þér tilkynningar (e. push notifications).