Android: Það eru blendnar tilfinningar meðal menntaskólanemenda sem vakna á köldum vetrardegi, fara í skólann til þess eins að sjá að kennarinn í fyrsta tíma er veikur. Þórðargleðin er þá oft við völd og auknum frítíma fagnað, en á sama tíma er því bölvað að það hefði verið hægt að sofa 40 mínútum lengur þann daginn.

Nemendur Tækniskólans hafa hingað til getað farið á vefsíðu skólans og kannað þetta, en með Tækniskólaforritinu fyrir Android er þetta gert ennþá einfaldara. Forritarinn JoiKulp er maðurinn á bak við forritið, sem er einfalt að gerð og ennþá einfaldara í notkun.

Forritið sækir upplýsingar af vefsíðu Tækniskólans og kannar hvaða kennarar eru fjarverandi þann daginn. Með forritinu ertu því einum smelli frá því að vita hvort þú getir jafnvel sofið lengur á morgnana eða hvort þú þurfir að rífa þig á fætur. Forritið er til í Android Market og er ókeypis.

 

Author

1 Comment

Write A Comment

Exit mobile version