RÚV í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið Gangverk hefur gefið út sérstakt forrit fyrir iOS og Android tæki sem auðveldar fólki að njóta efnis frá sjónvarps- eða útvarpsstöðvum Ríkisútvarpsins.
Nýr íslenskur tölvuleikur, Prismatica, hefur vakið athygli erlendis, en það er þrautaleikur hannaður af forritaranum Þórði Matthíassyni hjá Loomus Games.
Nýr leikur frá íslenska leikjaframleiðandanum Plain Vanilla Games er kominn í App Store. Um er að ræða gríðarlega stóran spurningaleik sem heitir QuizUp, þróaður hérlendis en markaðssettur fyrir heimsmarkað.
365 miðlar hafa gefið út sérstakt Fréttablaðsforrit fyrir Android og iOS, en Fréttablaðið er vinsælasta fríblað landsins eins og flestir vita eflaust.
Kæru Íslendingar, til hamingju með daginn. Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert í dag, 16. nóvember, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan árið 1995.
Af því tilefni mun nýtt íslenskt forrit fyrir iPad, Segulljóð, nú líta dagsins ljós.
Android: Það eru blendnar tilfinningar meðal menntaskólanemenda sem vakna á köldum vetrardegi, fara í skólann til þess eins að sjá að kennarinn í fyrsta tíma er veikur. Þórðargleðin er þá oft við völd og auknum frítíma fagnað, en á sama tíma er því bölvað að það hefði verið hægt að sofa 40 mínútum lengur þann daginn.