
Apple hefur gefið út uppfærslu á Mountain Lion, sem er nú komin í útgáfu 10.8.4. Þetta verður að öllum líkindum síðasta uppfærslan fyrir stýrikerfið í ljósi þess að Apple heldur hina árlegu WWDC ráðstefnu í næstu viku þar sem Mac OS X 10.9 verður væntanlega kynnt.



Mac/Windows: Eins og greint var frá í síðustu viku, þá mun Mountain Lion stýrikerfið fyrir Apple tölvur styðja AirPlay speglun fyrir Apple TV eigendur. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerir AirPlay eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd yfir á Apple TV spilarann ef þau eru tengd við sama þráðlausa netið.
