Uppfært 7. júní 2012: AirParrot er nú einnig fáanlegt á Windows
Þegar iOS 5 var kynnt til sögunnar, þá kom það sem á íslensku mætti kalla algjöra speglun eða AirPlay Mirroring, en með henni er hægt að spegla hvaðeina sem er að gerast á iOS tækinu. Þannig er hægt að spegla t.d. netvafri í Safari yfir á sjónvarpsskjáinn, en ekki eingöngu myndefni eða tónlist. Slík speglun verið takmörkuð við iPad 2 og iPhone 4S.
AirParrot er forrit sem Mac notendur geta sett upp á tölvunni sinni, og heimilar þá speglun sem boðuð er í Mountain Lion. Ekki mikil reynsla er komin á forritið, og því má vænta þess að einhverjir hnökrar geti orðið við notkun þess fyrst um sinn, en vonandi verður bætt úr þeim innan tíðar.
Eftirfarandi myndband sýnir AirParrot í notkun
Til þess að nota AirParrot þá verða notendur að vera með Snow Leopard eða Lion uppsett á tölvunni sinni. Hægt er að kaupa eitt leyfi á $9.99, eða fimm leyfi á $29.99.