Ef þú notar almenningssamgöngur, þá kannastu mögulega við það vandamál að skjótast út til að ná þínum vagni 20 mínútur yfir heila tímann, en vagninn kemur svo ekki fyrr en 26 mínútur yfir. Með Strætó forritinu fyrir Android þá heyra þessi vandamál sögunni til.

Með forritinu, sem er gert af Alda Software, er hægt að nálgast upplýsingar um rauntímastaðsetningu strætisvagna, séð hvaða leið þeir eru að fara og yfirlit yfir stoppistöðvar.

Á síðu forritsins í Android Market er þó tekið sérstaklega fram að forritið tengist ekki Strætó bs með neinum hætti, nema til að sækja rauntímaupplýsingar um staðsetningu strætisvagna frá vefþjónustu fyrirtækisins. Strætó forritið er eins og áður segir til í Android Market og er ókeypis.

Author

Write A Comment

Exit mobile version