Samsung Galaxy S III

Aðdáendur Android stýrikerfisins gleðjast eflaust yfir þeim fregnum að Samsung Galaxy S III komi í apríl, en margir bíða eftir símanum með mikilli eftirvæntingu. Talið er að Galaxy S III komi með 4.8 tommu HD skjá, fjögurra kjarna 1.5GHz örgjörva og bættri myndavél.

Samsung sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu þegar fréttamiðlar leituðu svara um hvort Galaxy S III yrði kynntur á Mobile World Congress ráðstefnunni, sem var haldin í Barcelona 27. febrúar – 1. mars.

“Samsung is looking forward to introducing and demonstrating exciting new mobile products at Mobile World Congress 2012.

The successor to the GALAXY S II smartphone will be unveiled at a separate Samsung-hosted event in the first half of the year, closer to commercial availability of the product.

Samsung stays committed to providing the best possible mobile experiences for customers around the world.”

Margir líta svo á að Samsung sé að feta í fótspor Apple með því að tilkynna Galaxy S III utan Mobile World Congress ráðstefnunnar, en Apple hefur undanfarin misseri kynnt nýjar vörur á sérstökum viðburðum sem fyrirtækið stjórnar, en ekki á stórum sýningum á borð við CES eða Mobile World Congress.

Heimild: TechRadar
Author Ritstjórn

Write A Comment