NBA Jam Android

„He’s On Fire“, „Boom-Shakalaka“ „Altatude with an Attitude“.

Þessar tilvitnanir þekkja einhverjir, en þeir eru allar úr hinum sígilda leik NBA Jam frá Midway Games, sem kom fyrst í gömlu spilakassana árið 1993 við gríðarlegan fögnuð áhugamanna um tölvuleiki (þeir sem muna eftir Fredda og Spilatorgi hafa eflaust spreytt sig á leiknum þar).

19 árum síðar er leikurinn til á flestum stýrikerfum sem eru vinsæl í leikjasamfélaginu. iOS útgáfa af leiknum kom út í fyrra, og fyrir stuttu síðan leit Android útgáfa dagsins ljós.NBA Jam er ekki hefðbundinn körfuboltaleikur eins og NBA Live eða NBA 2K . 2 leikmenn eru í hvoru liði (í stað 5 eins körfuboltareglur kveða á um) í þessum afbragðsleik, sem gerir meira út á skemmtanagildi heldur en að vera eins raunverulegur og mögulegt er.

Hægt er að fara beint í leik með því að velja Play Now, fara í Classic Campaign ef þú vilt fara vinna deildina, og loks Local Multiplayer ef þú vilt spila gegn félaga þínum með WiFi eða Bluetooth tengingu.

NBA Jam er fáanlegur í Google Play búðinni, og kostar $4.99. Mælst er til þess að notendur nái í leikinn þegar þeir eru tengdir við Wi-Fi þar sem hann er meira en 300MB að stærð.

 

Author

Write A Comment

Exit mobile version