fbpx
Tag

Android leikir

Browsing

Angry Birds Star Wars

Finnska leikjafyrirtækið Rovio hefur gefið út enn einn leikinn í Angry Birds seríunni, en vinsældir þessara leikja virðast aldrei ætla að dala. Leikurinn kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows.

Það má segja að Angry Birds Star Wars sé framhaldsleikur af Angry Birds Space sem kom út í mars, því himingeimurinn er ennþá leiksvæðið (nema skipt er um vetrarbraut ef Rovio hefur haldið sig við Star Wars söguna).

angry-birds-spaceAngry Birds Space frá Rovio kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows. Nýi leikurinn verður  verður ef til vill með óhefðbundnu sniði, enda er leikvöllurinn ekki lengur plánetan jörð, heldur geimurinn þar sem engu andrúmslofti er til að dreifa, auk þess sem þyngdarlögmál Newtons er virt að vettugi.

NBA Jam Android

„He’s On Fire“, „Boom-Shakalaka“ „Altatude with an Attitude“.

Þessar tilvitnanir þekkja einhverjir, en þeir eru allar úr hinum sígilda leik NBA Jam frá Midway Games, sem kom fyrst í gömlu spilakassana árið 1993 við gríðarlegan fögnuð áhugamanna um tölvuleiki (þeir sem muna eftir Fredda og Spilatorgi hafa eflaust spreytt sig á leiknum þar).

19 árum síðar er leikurinn til á flestum stýrikerfum sem eru vinsæl í leikjasamfélaginu. iOS útgáfa af leiknum kom út í fyrra, og fyrir stuttu síðan leit Android útgáfa dagsins ljós.

Temple Run, einn af vinsælustu iOS leikjum allra tíma, er væntanlegur á Android 27. mars. Leikurinn hefur verið sóttur af fleiri en 40 milljón notendum í App Store, og Imangi Studios, sem eiga heiðurinn að þessum vinsæla leik, fannst tilvalið að búa til Android útgáfu af leiknum.