Hulu er ein vinsælasta afþreyingarþjónusta heims. Munurinn á henni og Netflix er að með Hulu geturðu séð fjölda þátta daginn eftir að þeir eru sýndir í Bandaríkjunum, á meðan þættir eru stundum lengi að koma á Netflix.

Í leiðarvísinum fyrir neðan ætlum við að sýna ykkur hvernig þú getur byrjað að streyma Hulu á skömmum tíma.

 

Skref 1-2 – Láta Hulu halda að þú sért staddur í Bandaríkjunum

Skref 1: Hér koma leiðbeiningar til að breyta DNS stillingum á viðeigandi tölvum eða tækjum til að Hulu haldi að þú sért staddur í Bandaríkjunum.

Farðu inn á http://playmo.tv, sláðu inn netfangið þitt, og þá byrjar prufutímabil þitt, en þú getur prófað þjónustuna án endurgjalds í 5 daga, en síðan er hægt að kaupa annaðhvort mánaðaráskrift á 5 dollara(sem endurnýjast sjálfkrafa) eða ársáskrift á 50 dollara.

 

Skref 2:

Nú skaltu setja inn stillingar á Windows eða Mac eftir því hvort stýrikerfið þú notar. Með því að gera það þá geturðu nýskráð þig hjá Netflix, og notað þjónustuna í tölvunni.

Windows 7

Skref 2.1 Farðu í Control Panel og smelltu þar á Network and Internet

Skref 2.2 Smelltu þar á Network and Sharing Center og því næst á Change adapter settings

Skref 2.3 Smelltu nú á Local Area Connection ef tölvan er tengd með kapli við routerinn þinn, en á Wireless Network Connection ef þú tengist netinu þráðlaust.

Skref 2.4 Smelltu á Internet Protocol Version 4 (TCP/IPv4).

Skref 2.5 Veldu General flipann, hakaðu við „Use the following DNS server addresses“ og settu eftirfarandi gildi inn:

Preferred DNS server 82.221.94.251

Alternate DNS server 109.74.12.20

Skref 2.6. Endurræstu tölvuna, og farðu á http://playmo.tv til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk hjá þér. Ef þú sérð skilaboðin „This device is correctly linked to playmoTV“, þá er allt klappað og klárt og þú getur haldið  áfram.


Mac

Skref 2.1. Opnaðu System Preferences (Finnur það með því að smella á Apple merkið uppi í vinstra horninu) og farðu í Network.

Skref 2.2. Veldu Ethernet ef þú tengist netinu með snúru, en Wi-Fi ef þú tengist netinu þráðlaust. Smelltu svo á Advanced.

Skref 2.3 Farðu í DNS flipann, smelltu á plúsinn vinstra meginn við IPv4 or IPv6 addresses og sláðu inn 82.221.94.251. Ýttu á plúsinn aftur og sláðu inn 109.74.12.20 .

ATH: Ef einhver gildi voru fyrir undir DNS servers þá þarf að eyða þeim.

Skref 2.4. Endurræstu tölvuna, og farðu á http://playmo.tv til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk hjá þér. Ef þú færð jákvæð skilaboð þar, þá er allt klappað og klárt og þú getur farið að nota Hulu Plus.

 

Eftir að þú hefur sett þessar stillingar inn, og þú hefur fylgt leiðbeiningunum að ofan, þá er prufutímabil þitt byrjað hjá playmoTV og öllu skemmtilegri skilaboð bíða þín á skráningarsíðu Hulu Plus. Þá geturðu einnig horft á Hulu Plus í tölvunni þinni, en ekki bara í tækinu sem er tengt við sjónvarpið þitt.

Athugið samt að stillingarnar takmarkast við það þráðlausa net sem þú tengist þegar þú framkvæmir aðgerðina, þannig að nauðsynlegt er að endurtaka leikinn ef þú vilt horfa á Hulu Plus heima hjá vini, ættingja eða eitthvað þvíumlíkt.

 

 

Skref 3 – Nýskráning hjá Hulu Plus

Farðu á Hulu.com til að hefja tveggja vikna prufutímabil þitt.

 

Skref 4 – Greiðsla

Eplakort

Um tíma var hægt að nota íslensk greiðslukort til að borga fyrir Hulu, en svo virðist sem það sé ekki í boði lengur. Þess vegna þurfa notendur að kaupa Hulu inneignarkort til að greiða fyrir Hulu reikninginn sinn.

Eplakort selur inneignarkort fyrir ýmsar þjónustur, þ. á m. Hulu. Ef þú getur ekki borgað með greiðslukortinu á Hulu, þá geturðu keypt inneignarkort þar og leyst út. Þegar þú kaupir inneign hjá Eplakort þá færðu inneignarkóðann samstundis í tölvupósti.

Þegar þú hefur fengið Hulu inneignarkóðann þá ferðu á hulu.com/gift og slærð inn kóðann í box sem lítur líklega svona út:

Skref 6 – Nota Hulu á Apple TV / PS3 / PS4 / Xbox360

Eftir að þú ert komin/kominn með Hulu Plus reikning, þá skaltu velja aðferð miðað við hvernig þú ætlar þér að nýta þjónustuna og halda svo áfram. (Rétt eins og með skref 1 að ofan þá er þetta ónauðsynlegt fyrir þá sem hafa þegar stillt tæki sín skv. Netflix leiðarvísinum)

 

PlayStation 3
Apple TV
Xbox360


 

PlayStation 3 / PlayStation 4

Skiptu nú yfir í Playstation tölvuna þína. Athugið að til að fá Hulu Plus forritið þá þarftu að vera með bandarískan PSN reikning, en áður hefur verið rakið hvernig amerískur PSN reikningur er stofnaður. Forritið er einungis í bandarísku PlayStation Store því ætlunin er að forritið sé eingöngu í boði fyrir ameríska notendur.

Ef þú ert með bandarískan PSN reikning, eða hefur lokið stofnun reiknings, þá ættirðu að finna Netflix forritið í „What’s New“ í PlayStation Network flipanum í XMB menu.

Skref 6.1. Farðu í Settings > Network Settings

Skref 6.2. Veldu Internet Connection Settings. Staðfestu að þú munir aftengjast internetinu við þessa aðgerð, og veldu Custom.

Skref 6.3. Veldu Wired ef þú tengist netinu með snúru úr PS3, en Wireless ef þú tengist netinu þráðlaust.

Þráðlaust net

Ef tengingin er þráðlaus veldu þá Scan til að leiti að þráðlausum staðarnetum, og veldu netið sem þú tengist. Að öllum líkindum er lykilorð á netið þitt (ef ekki þá skaltu setja lykilorð inn á það). Meirihluti þráðlausra tenginga hérlendis eru WEP kóðuð, þannig að þú getur kannað hvort það virki, en annars ætti það að vera WPA-PSK/PSK2.

Ethernet (snúrutengt net, kallað LAN cable á PS4)

Í Ethernet Operation Mode skaltu velja þá Auto-Detect.

Skref 6.4. Í IP address skaltu velja Automatic.

Skref 6.5. Í DHCP skaltu velja Do Not Set

Skref 6.6. DNS Settings. Mikilvægasti hlutinn. Hér skaltu velja Manual,  og slá inn eftirfarandi gildi:

Primary DNS 82.221.94.251

Secondary DNS 109.74.12.20

Skref 6.7. MTU skal vera stillt á Automatic, Proxy Server á Do Not Use, og UPnP á Enable.

Skref 6.8. Tölvan fer í gegnum stillingarnar og biður þig um að staðfesta þær. Gerðu það og endurræstu svo tölvuna.

Skref 6.9. Náðu í Netflix forritið í Playstation Store og byrjaðu að nota þjónustuna.

 

Apple TV

Skref 6.1. Farðu í General > Network settings > Configure > Manually.

Skref 6.2. Farðu í gegnum IP og Subnet stillingar með því að velja „Done“ fyrir hvort þeirra.

Skref 6.3. Í DNS stillingum skaltu slá inn eftirfarandi gildi:

DNS Server: 82.221.94.251

Skref 6.4. Vertu viss um að stillingarnar hafi vistast með því að líta á TCP/IP stillingarnar.

Skref 6.5. Settu Apple TV í svefn með því að velja Sleep Now í Settings.

Skref 6.6. Taktu Apple TV-ið úr sambandi.

Skref 6.7. Bíddu í 15-20 sekúndur og stingdu aftur í samband.

Mikilvægt: Til að virkja þjónustuna, þá þarftu að virkja þjónustuna í einhverri tölvu (sjá leiðbeiningar efst Windows eða Mac flipa) og fara á http://playmo.tv til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk.

Skref 6.8. Til að fá Hulu Plus upp þá skaltu fara í Settings > General > iTunes Store. Þar skaltu smella á Location og velja United States.

 

Xbox360

Skiptu nú yfir í Xbox 360 tölvuna þína, og haltu áfram þar.

Skref 6.1. Farðu í My Xbox, og veldu System Settings.

Skref 6.2. Veldu Network Settings, og Wired Network eða nafnið á WiFi-inu hjá þér, ef þess er óskað.

Skref6.3. Veldu Configure Network.

Skref 6.4. Í Basic Settings flipanum skaldu velja DNS Settings.

Skref 6.5. Veldu Manual, Primary DNS Server og sláðu inn eftirfarandi gildi: 82.221.94.251 og Done.

Veldu síðan Secondary DNS Server, sláðu inn 109.74.12.20 og Done.

Skref 6.6. Ýttu á B takkann á stýripinnanum, og Test Xbox LIVE Connection.

Skref 6.7. Endurræstu tölvuna áður en þú byrjar að nota þjónustuna.