
Microsoft hefur nú sent frá sér auglýsingu fyrir Surface Pro spjaldtölvuna, sem kom á markað síðastliðinn laugardag.
Ólíkt Surface RT spjaldtölvunni, þá keyrir Pro útgáfan hefðbundna útgáfu af Windows 8 stýrikerfinu, og getur þ.a.l. keyrt forrit á borð við iTunes og Photoshop.
Hittir Microsoft naglann á höfuðið eða sló fyrirtækið vindhögg með auglýsingunni? Þið skulið dæma um það, en hægt er að sjá auglýsinguna hér fyrir neðan.
http://youtu.be/tr3dFSzh1yU


![Surface Pro auglýsing frá Microsoft [Myndband] Microsoft Surface Pro](https://i0.wp.com/einstein.is/media/2013/02/microsoft-surface-pro.jpg?resize=600%2C329&ssl=1)