Mac:Nú veit ég ekki hversu marga notendur þetta vandamál snertir, en þegar ég næ í skrár á tölvunni minni þá nota ég oft skipunina „Show in Finder“ til að sjá hvar skráin er á harða disknum mínum (af því að ég vista oft skrárnar ýmist í Dropbox, Downloads eða Desktop).

Einn góðan veðurdag þá hætti þessi skipun allt í einu að virka. Til að kippa því í liðinn er nóg að opna Terminal og slá inn skipunina

sudo killall -KILL appleeventsd

Eftir að þú ýtir á Enter þá þarftu að slá inn lykilorðið þitt (og ritaðu það varlega því það birtast engar stjörnur eins og **** sem sýna hversu marga stafi þú hefur ritað) heldur lítur reiturinn svona út hvort sem þú slærð inn einn staf eða milljón

Ef þú ert ekki með neitt lykilorð þá þarftu að setja það tímabundið, en það gerirðu með því að opna System Preferences og fara þar í Users & Groups.

Author Ritstjórn

Write A Comment