Samsung Galaxy S4

Suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu afurð fyrirtækisins, snjallsímann Samsung Galaxy S4, á viðburði sem fyrirtækið stóð fyrir í New York í gær.

Galaxy S4 er léttari og þynnri en forveri sinn, Galaxy S3, en er annars mjög svipaður í útliti. Síminn er með fimm tommu skjá og 441ppi upplausn sem getur spilað myndbönd í fullri háskerpu (1080p). Einnig er hægt að hlaða símann þráðlaust.

Galaxy S4 býður notendum einnig upp á nokkra áhugaverða eiginleika eins og Samsung Smart Pause og Smart Scroll. Samsung Smart Pause gerir manni kleift að setja myndband á pásu með því að líta frá skjánum. Með Smart Scroll geta notendur flett skjöldum með því að halla tækinu (e. tilt). (Sá möguleiki hefur reyndar verið lengi í boði í forritinu Instapaper [App Store tengill] fyrir iOS). Stóra spurningin er síðan sú hvort notendur muni taka þessu fagnandi eður ei.

Síminn kemur með Android 4.2.2 Jelly Bean stýrikerfinu, og TouchWiz notendaviðmótinu frá Samsung. Hægt er að fá símann með 16GB, 32GB eða 64GB geymslurými, auk microSD raufar fyrir þá sem vilja aukið pláss.

Í myndbandinu fyrir neðan má sjá kynningarmyndband Samsung fyrir símann.

http://youtu.be/2LHv1FPd1Ec

Samsung Galaxy S4 kemur í almenna sölu eftir rúman mánuð, eða seint í apríl.

Author

Write A Comment

Exit mobile version