fbpx

Fyrir skömmu síðan greindi DV frá því að sumir iPhone 5 eigendur gætu fengið nýja rafhlöðu í símann, að því gefnu að viss skilyrði séu uppfyllt, þ.e. að raðnúmer símans gefi til kynna að síminn hafi verið framleiddur á vissu tímabili.

Apple er með svipað verkefni í gangi varðandi iPhone 5 sem eru með bilaðan „Sleep/Wake“ takka, þ.e. takkann ofan á símanum sem gerir notendum kleift að slökkva og kveikja á tækinu, slökkva á hringingu og margt fleira.

Ef þér finnst þú vera með mánudagseintak af iPhone 5 síma, þá geturðu kannað hvort þú eigir rétt á að fá nýjan og betri takka þér að kostnaðarlausu. Ferlið hljóðar svo:

Skref 1: Farðu á vefsíðu Apple, slá inn raðnúmer símans, en þú finnur það með því að fara í Settings > General > About og skruna niður að Serial Number.

Skref 2: Ef þú átt rétt á ókeypis viðgerð þá birtast þessi skemmtilegu skilaboð.
iPhone Sleep/Wake Replacement Program

 

Skref 3: Taktu afrit af öllum gögnum á iPhone símanum þínum, slökktu á Find My iPhone, og straujaðu símann áður en þú ferð með hann í viðgerð, því það er nauðsynlegur hluti af ferlinu.

 

Skref 4: Farðu með símann í Epli, Laugavegi 182, en þeir munu senda símann út. Samkvæmt starfsfólki Eplis tekur ferlið 7-10 virka daga.

 

Skref 5: Taktu gleði þína á ný með nýjan og betri Sleep/Wake takka á símanum.

3 Comments

  1. Hvernig tekur maður afrit af öllum gögnum? Kann bara að færa myndir yfir í tölvuna .. Og hvernig „straujar“ maður símann? 🙂

  2. http://www.icephone.is sérhæfir sig í iPhone viðgerðum, iPad viðgerðum, iPod viðgerðum, og Samsung viðgerðum. Varahlutirnir sem IcePhone notar koma frá traustum birgjum í Bandarikjunum. Að jafnaði eru símarnir tilbúnir samdægurs ef komið er með þá fyrir hádegi. Komdu með símann strax í dag og IcePhone finnur lausnina fyir þig!

Write A Comment