Fyrsta stiklan fyrir Steve Jobs kvikmyndina er komin út. Þetta er svokölluð kitla (eða teaser trailer), og sem slík þá…
Æskuheimili Steve Jobs, stofnanda Apple, verður jafnvel friðað, en í næstu viku mun nefnd koma saman til að meta sögulegt gildi hússins.
Fyrsta tölva sem Apple sendi frá sér, Apple 1, var seld á uppboði á dögunum fyrir 42 milljónir króna. Tölvan var búin til í bílskúrnum heima hjá Steve Jobs, þar sem hann og félagi hans Steve Wozniak.
Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Jobs, með Ashton Kutcher í aðalhlutverki, er komin á netið.
Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður Microsoft, var nýlega í viðtali við 60 mínútur hjá CBS. Þar ræddi hann ræddi meðal annars um síðustu heimsókn sína til Steve Jobs áður en sá síðarnefndi féll frá.
Grínveitan Funny or Die hefur sent frá sér kvikmyndina iSteve, sem fjallar um forstjórann og frumkvöðulinn Steve Jobs á léttúðlegum nótum.
Þegar umfjöllunarefni kvikmyndar er Steve Jobs þá virðast margir vera um hituna. Kvikmyndin Jobs með Ashton Kutcher í aðalhlutverki er væntanleg í bíó á næstu mánuðum, auk þess sem Aaron Sorkin hefur verið ráðinn til að skrifa handrit eftir ævisögu Walter Isaacson um frumkvöðulinn sérvitra.
Grínveitan Funny or Die ákvað að leggja sitt af mörkum, og leggur nú lokahönd á kvikmyndina iSteve, sem kemur út 15. apríl næstkomandi.
Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims, sat fyrir svörum á Reddit fyrr í vikunni. Þar kom hann fram í vinsælum lið síðunnar sem heitir AMA (og stendur fyrir Ask Me Anything).
Sex ár eru liðin frá því að Steve Jobs steig á svið og kynnti iPhone símann til sögunnar. Síminn kostaði $499 dollara (30.000 krónur, enda bandaríkjadollarinn þá í 60 krónum) og vakti heimsathygli. Fáa grunaði þó að síminn myndi hafa þessi gífurlegu áhrif á farsímamarkaðinn eins og raun varð á.
Þangað til iOS 6 kom út, þá tóku allir iPhone eigendur því sem sjálfsögðum hlut að hafa Google Maps forrit á símanum. Það er því skemmtilegt að segja frá því að litlu munaði að forritið hefði ekki komið á iPhone, þegar hann kynntur til sögunnar árið 2007.
Scott Forstall, varaforstjóri Apple og einn af mönnunum á bak við iOS stýrikerfið vinsæla, mun hætta hjá Apple á næsta ári.
Talið er að helstu ástæðurnar fyrir brottför Forstall séu Siri og Apple Maps sem Forstall bar ábyrgð á, en hvort tveggja hefur ekki staðist væntingar notenda.