fbpx
Spurt og svaraðCategory: Netflix, Hulu o.fl.Hvernig nota ég Netflix á Roku boxi hérlendis?
Spurning í tölvupósti asked 9 ár ago
Ég er í mestu vandræðum með að setja upp Netflix á Roku tækinu mínu. Virkar vel á Apple TV og iPad. Eruð þið með einhver ráð við því?
5 Answers
Avatar photoRitstjórn Staff answered 9 ár ago
Tli þess að nota Roku spilara þá verðuru að setja DNS stillingar inn í sjálfan routerinn, af þvi það er ekki hægt að breyta DNS stillingum í Roku tækinu.
Avatar photoRitstjórn Staff answered 9 ár ago
Já, það flækir aðeins málið, að á Roku 3 og Roku Stick þá eru Google DNS þjónarnir fastir í tækinu, og því þarf að blokka þá, með sambærilegum hætti og við sýndum í þessari grein:


http://einstein.is/2014/12/17/google-dns-lokun-technicolor-tg589vn-fyrir-chromecast-leidarvisir/


Okkur þykir leitt að færa lesendum slæmar fréttir, en við fengum upplýsingar frá Vodafone á síðasta ári að þetta væri ekki hægt á Zhone routernum. Maður þarf því annaðhvort að fá nýjan router frá Vodafone sem styður lokun á Google DNS annaðhvort með static routing eða firewall reglum, eða kaupa annan router og bæta honum við Zhone routerinn, með áðurnefndum eiginleikum.
Avatar photoRitstjórn Staff answered 9 ár ago
Varðandi router meðmæli, þá eru t.d. nokkrir Asus netbeinar að fá virkilega góða dóma vestanhafs, sem við teljum að bjóði upp á þetta.   Hvað gerist ef þú breytir Gateway í 192.168.1.1 í staðinn fyrir 192.168.1.99? (þ.e. routerinn þinn í staðinn fyrir aðra IP tölu á heimanetinu?)
Avatar photoRitstjórn Staff answered 9 ár ago
Hvað gerist ef þú prófar að breyta Firewall reglunni og beina öllu sem biður um 8.8.8.8 og 8.8.4.4 á 192.168.1.1 í staðinn fyrir 109.74.12.20 ?
Avatar photoSverrir Staff answered 9 ár ago
Frábært. Gaman að heyra að þetta sé komið í lag :)
Author