fbpx
Spurt og svaraðCategory: AlmenntHvernig notar maður Kindle Fire á Íslandi?
Spurning í tölvupósti asked 9 ár ago
Ég fékk nýlega Kindle Fire að gjöf, en átta mig ekki á því hvernig ég nýti hann almennilega hérlendis.   Það kemur alltaf melding um að ég sé ekki á svæði sem Amazon styður til að sækja forrit og fleira, þótt þau séu ókeypis.   Ég er búinn að setja inn USA heimilisfang en það er ekki vera. Er með íslenskt gjafabréf, búinn að prófa kaup á Amazon gjafabréfi en sú leið virðist heldur ekki vera fær.   Eruð þið með einhver ráð til að komast hjá þessu region vandamáli?
1 Answers
Avatar photoRitstjórn Staff answered 9 ár ago
Amazon er með tvöfalt kerfi til að sannreyna hvaðan notandinn er, þ.e. heimilisfangið á reikningnum og landið þar sem kreditkortið er skráð. Það er því ekki nóg að kaupa Amazon gjafakort til að komast hjá þessu.   Ég held raunar að þú þurfir að stofna sérstakan Amazon reikning, sem er ekki tengdur við neitt kreditkort heldur einungis við amerískt heimilisfang og notast við Amazon gift cards þar. Get ekki sagt að ég sé alveg 100% á því að það muni virka, en finnst það líklegt.   Við bendum svo á http://einstein.is/tag/kindle/ svo þú getir fylgst með færslum sem tengjast tækinu.  
Author