fbpx

iCloud Photo Sharing er einfaldur og þæginlegur eiginleiki, sem gerir iPhone og iPad eigendum kleift að deila myndum með eigendum iOS tækja, Apple TV og Mac og Windows tölva.

Þetta getur t.d. verið þægilegt ef þú vilt sýna völdum aðilum myndir af nýfæddu barninu og hlífa þannig vinum þínum á samfélagsmiðlum sem hafa kannski takmarkaðan áhuga á slíkum myndum.

Hvað þarftu til að nota iCloud Photo Sharing?

Til að geta notað iCloud Photo Sharing þá þarftu að vera með eitthvað af þessu:

  • Apple reikning (og iCloud virkt á honum) og eitthvert þessara tækja til að skoða og bæta við myndum:
  1. iPhone, iPad eða iPod touch sem keyrir iOS 7 eða nýrra stýrikerfi
  2. Mac OS X Mavericks (10.9) eða nýrra ásamt iPhoto 9.5 eða Apple Photos
  3. Apple TV með útgáfu 6.0 eða nýrra
  4. PC tölvu með Windows 7 eða nýrra og iCloud fyrir Windows.

 

Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig þú virkjar iCloud Photo Sharing á iOS tækinu þínu.

Skref 1

Byrjaðu á því að fara í Settings > iCloud í iOS tækinu þínu og smella þar á Photos.

iCloud Photo Sharing

Í þeim skjá skaltu svo haka við iCloud Photo Sharing svo það sé virkt.

iCloud Photo Sharing

Skref 2

Ef þú vilt búa til nýtt myndasafn þá skaltu fara í Photos forritið, smella á Shared neðst á skjánum iCloud Photo Sharing

smelltu svo á New Shared Album

iCloud Photo Sharing

Skref 3

Eftirleikurinn er auðveldur, þ.e. að nefna albúmið

iCloud Photo Sharing

og bjóða fólki að vera með:

iCloud Photo Sharing

Ef viðkomandi er með Apple reikning þá ætti nafnið að birtast þér með bláum lit, en viðkomandi þarf einnig að hafa virkjað iCloud Photo Sharing svo að allt gangi smurt fyrir sig (sjá skref 1).

Þú getur einnig birt myndirnar í myndasafninu á icloud.com og þá getur hver sem er séð myndirnar sem hefur veffang myndasafnsins (sem er þá í forminu icloud.com/sharedalbum/#xy þar sem XY er númer myndasafnsins)

Ef þú vilt rýna meira í iCloud Photo Sharing þá geturðu séð tengil á upplýsingasíðu Apple hér fyrir neðan:

Write A Comment