fbpx

Það er algengt vandamál á MacBook og MacBook Pro tölvum sem keyra macoS Mojave að tölvan sé sett í svefn, þ.e. notandinn loki tölvunni sem svæfir hana að loknum skóla- eða vinnudegi, og tekur hana með sér heim.

Margir Mac notendur hafa kvartað undan því að næst þegar tölvan er síðan notuð þá sé kannski 30-40% af hleðslunni farin eða þá að rafhlaðan sé jafnvel alveg tóm.

Lausnin við þessu er einkennileg, en virðist hjálpa mörgum. Hún er sú að slökkva á þráðlausa neti tölvunnar áður en tölvunni er lokað.

Þú þarft vonandi ekki að reiða þig lengi á þetta heilræði því macOS Catalina (10.15) kemur síðar í haust og þá verður þetta vonandi úr sögunni.