fbpx

EarPods

Vissir þú að það er hægt að nota heyrnartólin sem fylgdu með iPhone símanum þínum sem fjarstýrðan afhleypi?

Eftir að iOS 5 kom út þá kom sú mikla bót að iPhone eigendur gátu loks tekið myndir með því að ýta á „hækka“ takkann á hlið símans.

Með því að nota heyrnartólin sem afhleypi, þá ná aðilar oft betri myndum, enda minni líkur á að myndirnar séu t.d. hreyfðar.

Ef þig langar að prófa þetta þá þarftu bara að tengja heyrnartólin við iPhone símann, opna Camera forritið og ýta á + (eins og þú viljir hækka hljóðstyrkinn í uppáhalds laginu þínu) til að smella af mynd.

Avatar photo
Author

Write A Comment