Lúxusnet Tal [Leiðarvísir]

Til þess að horfa á Netflix eða Hulu í gegnum lúxusnet Tal þá þarftu í raun ekki að gera mikið, enda er þjónustan mjög einföld og þægileg.

Eina sem þú þarft að gera er eftirfarandi:

[pl_label type=“info“]Ath[/pl_label] Lúxusnet Tal er einungis í boði fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Skref 1: Byrjaðu á því að fara inn á http://luxusnet.tal.is og smelltu á Virkjaðu þitt lúxusnet

Lúxusnet Tal - Virkja

Skref 2: Endurræstu beininn (e. router) þinn með því að slökkva á honum, bíða í 30 sekúndur og kveikja aftur á honum. Ef enginn hnappur eða rofi er á beininum til að slökkva eða kveikja á honum þá skaltu taka hann úr sambandi, bíða í 30 sek og stinga honum aftur í samband.

Skref 3: Þegar beinirinn hefur endurræst sig þá ætti þjónustan að vera virk, og opið fyrir Netflix, eins og þú sérð með því að fara á Netflix.com

Netflix - Signup

Hér fyrir neðan munum við svo birta leiðarvísa sem sýna hvernig þú tengir Apple TV, leikjatölvur og önnur tæki við lúxusnet Tal.

Write A Comment