fbpx
Spurt og svaraðCategory: Apple TVApple TV virkar ekki eftir að ég skipti um þjónustuaðila
Spurning í tölvupósti asked 9 ár ago
Ég keypti mér Apple TV 3 fyrir skömmu, tengdi við rafmagn, sjónvarp alveg vandræðalaust. Skipti svo yfir í ljósnet Símans, og fæ þá alltaf error code 2092 eða 2902 (man ekki alveg)   Ég hef reynt að restore-a tækið allveg upp á nýtt, endurræst margsinnis en fæ alltaf eitthvað error. Apple TV finnur samt netið mitt, en getur bara ekki tengst routernum. Ég er með einhvern ZyXEL router frá Símanum. Sjónvarpið hjá mér er tengt í gegnum netið og ég nota Port 4 fyrir sjónvarpið. Hvað get ég gert og hvað er eiginlega að? Að mér læðist sá grunur að þetta sé væntanlega routerinn, fyrst þetta virkaði með gamla routernum frá Vodafone.
2 Answers
Avatar photoRitstjórn Staff answered 9 ár ago
Eitt sem gæti virkað er að skipta um rás á routernum. Ef önnur þráðlaus tæki eru í húsinu (hvort sem það er hjá þér eða nágranna, t.d. í fjölbýli) þá getur það haft áhrif á tæki ef mikil umferð fer um sömu rás.   Með því að ná í forritið Netstumbler (http://www.netstumbler.com/downloads/) þá geturðu skannað þráðlaus net í kringum þig. Munt eflaust sjá að flest eru á einhverri ákveðinni rás. Með því að skipta t.d. yfir í rás 11, þá gæti það leyst vanda þinn.   Ég þekki ekki stillingar á nákvæmlega þessum router, auk þess sem að routerinn gæti verið læstur frá Símanum þar sem að hann er líka notaður fyrir sjónvarpið. Ef þú hringir í þjónustuver Símans, þá geta þeir eflaust leiðbeint þér í gegnum það að skipta um Wi-Fi Channel.   Vandamálið virðist liggja samt hjá routernum, það eru hreinar línur. Ef/þegar þú hringirí Símann taktu það þá fram að spilarinn hafi virkað með routernum frá Vodafone (eflaust hvítur Bewan router).
Spurning í tölvupósti answered 9 ár ago
Þetta var nákvæmlega sem þú sagðir mér að væri að.  Þeir hjá Símanum skiptu routernum yfir á rás 7 í staðinn fyrir rás 11 eins og það var stillt á (fer automatic í rás 11).   Allt tengt og virkar 100% Takk fyrir ábendinguna!
Author