fbpx
Spurt og svaraðCategory: AlmenntEr hægt að nota Amazon Fire TV Stick á Íslandi?
Anonymous asked 9 ár ago
1 Answers
Avatar photoSverrir Staff answered 9 ár ago
Heldur betur. Amazon Fire TV og Fire TV stick er með alveg eins hugbúnaði, og eru afar hentugir margmiðlunarspilarar.


Við höfum birt eina grein á vefnum sem sýnir hvernig hægt er að setja upp XBMC/Kodi á Amazon Fire TV (sem á einnig við um Fire TV Stick), en það gerir tækið mjög hentugt fyrir spilun efnis af tölvum eða nettengdum flökkurum http://einstein.is/2014/12/16/settu-upp-xbmc-kodi-amazon-fire-tv/


Það er aðeins meira vesen að gera DNS breytingar til að horfa á Netflix (tekur ca. 5 mín á Amazon Fire TV/Fire TV Stick í stað 2 á Apple TV), en maður þarf nú bara að gera það einu sinni.   Tækið fæst á slikk, og mun vænlegri kostur en Google Chromecast sem kostar svipaðan pening.
Author