fbpx
Spurt og svaraðCategory: iOSEr til einhver byrjenda-leiðarvísir um notkun á iPad?
Spurning í tölvupósti asked 10 ár ago
Ég var að fá minn fyrsta iPad um daginn. Vildi kanna hvort Einstein hafi leiðbeiningar um notkun á þessu tæki, því ekkert slíkt fylgdi tækinu.   Einnig væri gaman að vita hvort það sé nauðsynlegt að sækja einhver öpp svo tækið virki.
Question Tags:
1 Answers
Avatar photoRitstjórn Staff answered 10 ár ago
Það sem ég myndi mæla með í fljótu bragði er þetta: Fyrsta skrefið er auðvitað að búa til App Store. Nokkuð einfalt er að búa til íslenskan App Store reikning og tengja kreditkortið við hann. Ef þú vilt ekki vera með kreditkort tengt við reikninginn þinn, þá geturðu búið til amerískan reikning án kreditkorts, og fyllt á hann með iTunes inneignarkortum.   Einnig viltu auðvitað vera með íslenskt lyklaborð. Ef þú ert ekki búin að því þá er til stuttur leiðarvísir um hvernig þú færð það í gang hér.   Forrit (eða öpp) Þegar þú ert komin með App Store reikning þá geturðu náð í forrit sem heitir TuneIn Radio til að hlusta útvarp. Sjá umfjöllun um forritið hér: http://einstein.is/2012/12/21/tunein-radio-islenskt-utvarp-snjallsimann-thinn/   Sams konar forrit er til fyrir Skype í App Store, og þá þarftu bara að innskrá þig einu sinni, og síðan dugar að opna forritið til að skrá þig inn.   Varðandi sjónvarpsáhorf, þá eru ekki til nein sérstök forrit fyrir það, heldur þarftu að láta það nægja að fara inn á vefsíður sjónvarpssstöðva hverju sinni (t.d. ruv.is/sarpur) og horfa á efnið þar.   Í listanum 50 ómissandi iPhone forrit þá fórum við helstu þau forrit sem njóta mikilla vinsælda í App Store og flestir láta vel af. Og… þótt greinin heiti 50 ómissandi iPhone forrit þá eru til iPad útgáfur af flestum þessum forritum. Ef þú ferð í greinina úr iPadinum þá geturðu smellt á linkana í greininni til að fara með þig í App Store og ná í viðkomandi forrit. Mjög einfalt.   Þetta er svona byrjunarráð í hnotskurn. Endilega hafðu samband ef það er eitthvað sem vefst fyrir þér, eða ef þú vilt vita meira.
Author