fbpx
Tag

listar

Browsing

20130328-202835.jpg

Leiðarvísir síðunnar um hvernig maður notar Netflix á Íslandi hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var fyrst birtur í maí 2011.

Við Íslendingar njótum Netflix með hjálp þjónustunnar PlaymoTV, sem kostar $4.99 á mánuði. Fyrir mánaðargjaldið getur maður ekki einungis horft á Netflix og Hulu, því PlaymoTV veitir einnig stuðning fyrir fjölmargar þjónustur til viðbótar. Hér fyrir neðan ætlum við að nefna þjónustur sem eru með sérstök iPad forrit sem gera manni kleift að horfa á kvikmyndir, þætti eða hlusta á tónlist í þar til gerðum forritum.

Afrita DVD

Ef þú átt myndarlegt DVD safn sem gerir ekkert nema að safna ryki, þá hefurðu ef til vill velt því fyrir þér hvort það sé ekki hægt að koma þessu myndum á tölvutækt form, svo hægt sé að koma myndunum snyrtilega fyrir í geymslunni.

Hér á eftir ætlum við að benda á nokkrar mismunandi leiðir til að koma DVD myndum (og Blu-ray þegar svo ber undir) yfir á tölvutækt form.

Android logoListinn okkar yfir 50 ómissandi iPhone forrit hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var birtur. Nýverið fengum við nokkrar fyrirspurnir frá eigendum Android tækja sem óskuðu eftir svipuðum pósti fyrir tækin sín,  Hér að neðan má því sjá 50 Android forrit sem við teljum að þú eigir ekki að láta framhjá þér fara.

Listinn er ekki tæmandi, þannig að ekki hika við að skjóta því að okkur í ummælum eða pósti ef okkur yfirsást eitthvað forrit.