fbpx

Android logoListinn okkar yfir 50 ómissandi iPhone forrit hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var birtur. Nýverið fengum við nokkrar fyrirspurnir frá eigendum Android tækja sem óskuðu eftir svipuðum pósti fyrir tækin sín,  Hér að neðan má því sjá 50 Android forrit sem við teljum að þú eigir ekki að láta framhjá þér fara.

Listinn er ekki tæmandi, þannig að ekki hika við að skjóta því að okkur í ummælum eða pósti ef okkur yfirsást eitthvað forrit.

Listanum er skipt niður í eftirfarandi flokka:

1. Samskipti og samfélagsmiðlar
2. Leikir
3. Tónlist / Útvarp
4. Kvikmyndir / Sjónvarp
5. Ljósmyndun
6. Lestur
7. Fjármál
8. Framleiðni
9. Heilsa
10. Ýmislegt

Samskipti og samfélagsmiðlar

Gmail Label Notifier: Ef þú ert með marga flokka (e. labels) í Gmail-inu þínu (t.d. ef þú lætur Gmail sækja póst úr mörgum netföngum og ert með flokk um hvert fyrir sig) notar mörg netföng, þá geturðu notað þetta forrit til að láta þig vita hvenær nýr póstur berst í hvern flokk fyrir sig, þótt hann komi ekki endilega í innhólfinu.

$0.99 [Google Play]

 

Skype: Þótt að þér finnist önnur forrit mögulega betri en Skype, þá verðuru að horfast í augu við þann veruleika að Skype er „go to“ forritið til að tala við einstaklinga á milli landa.

Ókeypis [Google Play]

 

imo.im: Spjallforrit ef þú vilt fara á MSN, Facebook, Google Talk o.s.frv.

Ókeypis [Google Play]

 

Go SMS ProGo SMS Pro: Einfalt forrit sem sem margir eigendur Android síma nota í staðinn fyrir sjálfgefna SMS forritið í tækjunum sínum. Notendur geta breytt lúkkinu á forritinu og margt fleira.

Ókeypis [Google Play]

 

Viber - AndroidViber: Forrit sem hefur verið skrifað um oftar en einu sinni hérna á Einstein, en með því geturðu bæði hringt og sent SMS til annarra Viber notenda yfir 3G eða Wi-Fi. Með þessu geturðu því hringt í ættingja og vini erlendis án þess að borga krónu fyrir.

Ókeypis [Google Play]

 

Facebook - AndroidFacebook: Það þarf ekkert að kynna Facebook fyrir einum eða neinum. Hvort sem þú ert með Facebook reikning eða ekki þá þekkirðu þennan miðil. Forritið fær misjafnar viðtökur frá notendum, en er eitt allra vinsælasta forritið í Google Play.

Ókeypis [Google Play]

 

Facebook Messenger - AndroidFacebook Messenger: Forrit sem gerir þér kleift að senda skilaboð til Facebook vina þinna fljótt og þægilega.

Ókeypis [Google Play]

 

Twitter - AndroidTwitter: Opinbert forrit frá þessum stóra samfélagsmiðli. Twitter hyggst nú takmarka aðgang annarra forrita að þjónustu sinni (þ.e. önnur Twitter forrit), þar sem þeir eru nú að leita leiða til að græða pening á þjónustunni sinni. Því er talið að úrval Twitter forrita muni minnka þegar fram líða stundir.

Ókeypis [Google Play]

 

Google+ - AndroidGoogle+: Nýjasta framlag Google í heimi samfélagsmiðla. Flottasta forrit fyrir samfélagsmiðil sem ég hef prófað.

Ókeypis [Google Play]

 

Pinterest - AndroidPinterest: Ef þú vilt ná alslemmunni í samfélagsmiðlum þá þarftu einnig að vera á Pinterest. Vinsæll samfélagsmiðill meðal kvenna, og einkum þeirra sem eru að skipuleggja brúðkaupin sín.

Ókeypis [Google Play]

 

Tango - AndroidTango: Svipar til Viber nema býður einnig upp á frí myndsímtöl yfir 3G eða Wi-Fi. Frábært fyrir pör sem búa í sitthvoru landinu.

Ókeypis [Google Play]

Leikir

Angry Birds - AndroidAngry Birds: Vinsælasti leikur allra tíma. Leikur sem allir þurfa að prófa einhvern tímann.

Ókeypis [Google Play]

 

Bubble Pop - AndroidBubble Pop: Veldu 2+ kúlur sem eru hlið við hlið og í sama lit, og sprengdu þær. Leikurinn er með ham fyrir litblinda.

Ókeypis [Google Play]

 

Roll It - Android

Roll It: Ef þér finnst gaman að leysa þrautir, þá skaltu prófa Roll It. Ef þú dettur í gang, þá er erfitt að leggja þennan frá sér.

Ókeypis [Google Play]

 

Amazing Alex - AndroidAmazing Alex: Leikur frá framleiðendum Angry Birds, og raunar fyrsti leikur Rovio síðan 2009 sem er ekki hluti af Angry Birds seríunni. Snýst um að hjálpa hinum forvitna Alex að leysa ýmsar þrautir og byggja hluti.

$0.99 [Google Play]

Tónlist / Útvarp

Soundhound - AndroidSoundHound: Ef þú þekkir ekki lagið í útvarpinu, opnaðu þá SoundHound og leyfðu því að spreyta sig. Oftar en ekki þá er nafn lagsins komið í forritið á innan við 30 sekúndum.

Ókeypis [Google Play]. SoundHound ∞ án auglýsinga kostar $5.99 [Google Play]

 

Audiogalaxy - AndroidAudiogalaxy Music: Vertu með tónlistarsafn heimilistölvunnar í vasanum. Forritið gerir manni kleift að streyma öllu tónlistarsafninu heima yfir í símann.

Ókeypis [Google Play]

 

TuneIn Radio - AndroidTuneIn Radio: Hlustaðu á útvarpsstöðvar víða um heim, þannig að þú þarft ekki að örvænta þótt þú sért ekki með mikið af tónlist inni á símanum. Getur meira að segja hlustað á allar helstu útvarpsstöðvarnar á Íslandi.

Ókeypis [Google Play]

 

Winamp - AndroidWinamp: Gamli  góði Winamp er einn vinsælasti media spilarinn á Android. Ef tölvan er á sama þráðlausa neti og síminn þá er m.a.s. hægt að senda lög yfir í forritið þráðlaust.

Ókeypis [Google Play]

 

Doubletwist player - AndroiddoubleTwist Player: Þeir sem eru vanir því að nota iTunes til að setja tónlist inn á gamla iPod spilara og þvíumlíkt munu eflaust kunna að meta þetta. Býður einnig upp á að streyma tónlist, myndböndum og myndum þráðlaust yfir á PS3, Apple TV (2 eða 3) og Xbox 360.

Ókeypis [Google Play]

 

Tuner gStrings Free - AndroidTuner – gStrings Free:  Nú geturðu ekki lengur leyft gítarnum að safna ryki uppi í hillu af því þig vantar tuner. Með forritinu geturðu stillt ýmis hljóðfæri, og ber þar helst að nefna gítar, bassa, fiðlu og píanó. Fínt forrit, en ef þú ert að fara að spila í Hörpunni á næstunni þá mælum við með einhverju sem er nákvæmara.

Ókeypis [Google Play]

 

Kvikmyndir / Sjónvarp

Plex - AndroidPlex: Ef þú ert með Plex Media Server uppsett á tölvunni þinni, þá geturðu spilað efni þaðan á Android tækinu þínu, bæði yfir Wi-Fi og 3G netið á símanum þínum.

$4.99 [Google Play]

 

VLC Beta - AndroidVLC Beta: Hinn geysivinsæli VLC Media Player er kominn á Android. Eins og nafn forritsins gefur til kynna þá er um beta útgáfu að ræða, og því  hægara en lokaútgáfan verður þegar hún kemur út.

Ókeypis [Google Play]

 

IMDb - AndroidIMDb: Ef þú þarft að fletta upp einhverju sem tengist kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum, þá þarftu að vera með IMDb forritið í símanum þínum.

Ókeypis [Google Play]

Ljósmyndun

Instagram - AndroidInstagram: Forritið sem fær hvern sem er til að halda að hann sé atvinnuljósmyndari (undirritaður meðtalinn). Býður manni upp á marga filtera og aðrar fínstillingar til að myndin komi vel út.

Ókeypis [Google Play]

 

Photaf Panorama Free - AndroidPhotaf Panorama (Free): Ef þig langar að taka langar Panorama myndir á Android símanum þínum, þá er þetta forritið sem þú ættir að nota.

Ókeypis [Google Play]

 

Little Photo - AndroidLittle Photo: Ef þig langar að eiga aðeins við myndirnar þínar, gera þær svarthvítar, gefa þeim smá 70’s lúkk eða eitthvað, en ekkert endilega vera að deila henni á samfélagsmiðli á borð við Instagram, þá er Little Photo forrit sem þú ættir að prófa. Einfalt og þægilegt.

Ókeypis [Google Play]

Lestur


Kindle - AndroidKindle
: Ef þú hefur keypt  rafbækur frá Amazon fyrir Kindle tölvuna þá gagnast þetta forrit þér, annars ekki. Forritið stillir sig við Kindle reikninginn þinn, þannig að ef þú hættir að lesa bók í Kindle rafbókalesaranum, þá geturðu haldið haldið lestrinum áfram þar sem frá var horfið í símanum þínum. Hentugt þar sem þú ert alltaf með símann á þér, en ekki alltaf með Kindle-inn.

Ókeypis [Google Play]

 

Wolfram Alpha - AndroidWolframAlpha: Viltu vita af hverju himininn er blár? Fá upplýsingar um sólarupprás og sólsetur? Reikna flókin reikningsdæmi? Wolfram Alpha getur svarað þessum spurningum, og mörgum fleirum.

$3.99 [Google Play]

 

MoonReader - AndroidMoon+ Reader: Lestrarforrit sem styður flest skráarsnið rafbóka, t.d. ePub og  Mobi. Mjög sveigjanlegt forrit sem notandinn getur stillt út frá óskum sínum. Er líka með næturham, sem er þægilegt ef verið er að lesa fyrir svefninn.

Ókeypis [Google Play]

 

Flipboard - AndroidFlipboard: Hvernig væri að geta flett í gegnum Facebook, Twitter, og almennar fréttir líkt og um dagblað væri að ræða? Þetta er hægt með Flipboard, sem er í senn eitt skemmtilegasta og vinsælasta fréttaforritið Android í dag.

Ókeypis [Google Play]

Fjármál

Meniga - AndroidMeniga: Íslenskt forrit og þjónusta sem margir þekkja hugsanlega til, sem viðskiptavinir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka geta nýtt sér. Getur skoðað og stjórnað heimilisfjármálunum með forritinu.

Ókeypis [Google Play]

 

EasyMoney - AndroidEasyMoney: Viltu halda utan um daglegu útgjöld þín? Safna fyrir utanlandsferð? Með EasyMoney þá geturðu skráð í hverju þú ert að eyða peningunum þínum. Hægt er að taka myndir af kassakvittunum og geyma með færslum. Hægt er að læsa forritinu með fjögurra stafa PIN númeri svo að forvitnar sálir komist ekki í það.

Ókeypis [Google Play]

Framleiðni (e. Productivity)

Barcode Scanner - AndroidBarcode Scanner: Sumir fjölmiðlar og auglýsendur láta stundum QR kóða fylgja efni sem þeir senda frá sér. Þá geturðu einnig deilt tengiliðum, forritum og sniðugum tenglum með QR kóða.

Ókeypis [Google Play]

 

Dropbox - AndroidDropbox: Ein vinsælasta skýþjónusta í heimi. Með forritinu þá ertu með Dropbox möppuna í vasanum hvert sem þú ferð. (Hvað er Dropbox?)

Ókeypis [Google Play]

 

Any.Do - AndroidAny.DO: Einfalt og flott forrit til að minna sjálfan þig á þau verkefni sem eru á döfinni, hvort sem það er að kaupa mjólk á leiðinni heim eða klára lokaritgerðina í skólanum.

Ókeypis [Google Play]

Heilsa

Endomondo - AndroidEndomondo: Forrit sem nýtir GPS tækni símans þannig að þú veist hvaða hraða þú ert að hjóla/hlaupa/ganga á o.s.frv. Sökum vinsælda forritsins þá eru einnig líkur á því að einhverjir vinir þínir noti Endomondo, og þá geturðu keppt við þá.

Ókeypis [Google Play]

 

Runkeeper - AndroidRunKeeper: Svipað forrit og Endomondo. Getur stillt það til að spila ákveðna lagalista þegar þú byrjar. Þá geturðu stillt ýmsar æfingar í forritinu, og færð þá leiðbeiningar frá „þjálfara“ hvenær þú átt að bæta aðeins í o.fl. Að endingu þá er hægt að tengja forritið við alla helstu samfélagsmiðlana, ef þú vilt deila árangrinum með vinum þínum.

Ókeypis [Google Play]

 

MyFitnessPal - AndroidMyFitnessPal:  Forritið heitir í raun Calorie Counter en gengur í daglegu tali undir nafninu MyFitnessPal. Ef þú vilt fylgjast með því hvað þú ert að borða margar hitaeiningar á dag, þá er þetta forrit nokkuð þægilegt. Þegar um erlendar vörur er að ræða þá er hægt að nota strikamerkja skanna til að bæta vörum við, og einnig er mikið af íslenskum vörum í gagnasafni forritsins (þó oftast ekki með strikamerkjum).

Ókeypis [Google Play]


Pocket Yoga - Android

Pocket Yoga: Hvað segirðu um að fá þér þinn eigin Yoga kennara fyrir $2.99? Það færðu með því að ná í Pocket Yoga. Þetta forrit hefur fengið góðar viðtökur, fyrir bæði einfaldar leiðbeiningar og mismunandi erfiðleikastig.

$2.99 [Google Play]

Ýmislegt

PhoneUsage - AndroidPhoneUsage: Forrit sem sýnir hvernig þú ert að nota símann þinn. Upplýsingar sem forritið gefur þér er hversu mikið þú hringir, hversu mörg SMS þú sendir og gerir þér kleift að fylgjast með 3G notkun.

Ókeypis [Google Play]

 

3G Watchdog - Android3G Watchdog: Forrit sem líkt og PhoneUsage leyfir þér að fylgjast með 3G notkun þinni, nema með mun ítarlegri hætti. Með þessu forriti geturðu einnig stillt hversu mikla notkun þú vilt heimila á hverjum degi og fengið tilkynningu þegar þú ert að nálgast mörkin.

Ókeypis [Google Play]

 

JuiceDefender - AndroidJuiceDefender: Forrit sem breytir ýmsum stillingum á símanum þínum til að spara rafhlöðuna.

Ókeypis [Google Play]

 

Gentle Alarm - AndroidGentle Alarm: Hvort viltu vera vakinn með því að þér sé hent úr rúminu, eða að það sé ýtt lauslega við þér? Það er munurinn á sjálfgefnu vekjaraklukkunni og Gentle Alarm. Þú stillir hvenær þú þarft að vakna, og forritið reynir svo að vekja þig þegar þú ert í lausum svefni. Einnig er hægt að stilla forritið þannig að þú þarft að leysa þrautir til að slökkva á vekjaraklukkunni, til að tryggja að þú vaknir.

€1.99 [Google Play]

 

Google Gesture Search - AndroidGoogle Gesture Search: Forrit frá leitarvélarisanum, sem fylgir þó ekki með Android stýrikerfinu af einhverjum ástæðum. Með forritinu geturðu fundið forrit, tengiliði, tónlist o.fl. með því einu að skrifa bókstafi eða tölustafi á skjáinn. Eftir því sem þú notar forritið meira, því betra verður það.

Ókeypis [Google Play]

 

KeePassDroid - AndroidKeePassDroid: Ef þú notar KeePass á PC tölvunni þinni til að halda utan um lykilorðið þín, þá ætti KeePassDroid að vera uppsett á símanum þínum. Með forritinu þá geturðu verið með lykilorðin þín á símanum í góðu öryggishólfi ef svo má að orði komast.

Ókeypis [Google Play]

 

Google Chrome - AndroidGoogle Chrome: Netvafrinn sem hefur farið sigurför um heiminn. Ef þú notar Sync eiginleikann í Chrome, þá geturðu skoðað flipana sem voru opnir á tölvunni þinni, og haldið áfram að lesa þær síður á Android tækinu þínu.

Ókeypis [Google Play]

 

Google Translate - AndroidGoogle Translate: Þýddu orð eða setningar yfir á meira en 65 tungumálum. Ef þú sérð einhvern miða eða skilti sem er á tungumáli sem þú skilur ekki, þá geturðu tekið mynd, valið textann og forritið þýðir síðan textann fyrir þig. Forritið býður einnig upp á raddstuðning á 17 tungumálum.

Ókeypis [Google Play]

 

Beautiful Widgets - AndroidBeautiful Widgets: Gefðu símanum smá andlitslyftingu með þessu forriti. Ótal möguleikar í boði ef þú vilt breyta merki tákni símans fyrir SMS, tölvupóst, Wi-Fi og margt, margt fleira.

€1.99 [Google Play]

 

Speedtest - AndroidSpeedTest: Ef  þú ert að ná í skrá á netinu, þá getur verið þægilegt að vita hvort vandinn liggur hjá þjónustuaðilanum þínum, eða á vefþjóninum þar sem skráin (eða vefsíðan) er hýst. Einnig skemmtilegt ef þú og vinir þínir viljið bera saman hraðann á 3G netinu í símunum ykkar.

Ókeypis [Google Play]

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. hér vantar þau tvö smáforrit sem ég nota mest, Evernote og Audible. Evernote hefur þann kost að virka jafnvel á android, windows og ios, svo myndir, glósur, skjöl í því eru aðgengileg á mismunandi tækjum. Audible er til að hlusta á hljópbækur, frá audible.com (sama innskráning og amazon)

Write A Comment