fbpx
Tag

Mac OS X 10.8

Browsing

Mac Mountain LionApple hefur sent frá sér stýrikerfið Mac OS X Mountain Lion (eða Mac OS X 10.8). Stýrikerfinu fylgja yfir 200 nýir eiginleikar, m.a. iMessage stuðningur, Reminders, Notification Center, Game Center, iCloud samstilling o.fl.

Með stýrikerfinu þá er Apple að brúa bilið á milli Mac OS X stýrikerfisins fyrir borð- og fartölvur annars vegar og iOS stýrikerfisins fyrir iPhone, iPad og iPod Touch hins vegar, til að gera líf notenda sem eiga bæði tæki einfaldara.

Þær fréttir bárust frá fyrirtækinu Apple fyrr í vikunni að stefnan væri sett á útgáfu nýs stýrikerfis núna í sumar. Stýrikerfið mun bera heitið Mountain Lion og felur í sér ýmsar nýjungar. Þar ber helst að geta Notification Center og skilaboðaforrit, sem sameinar iMessage úr iOS og iChat í Mac. iOS notendur eru kunnugir þessum atriðum, en þetta eru meðal sterkustu eiginleika iOS 5 sem kom út í október á síðasta ári.