fbpx
Tag

Siri

Browsing

Siri Assistant

Aðstoðarforritið Siri hefur verið á milli tannana á fólki síðan iPhone 4S kom út, og aðilar hafa keppst um að sýna forritið á internetinu, bæði til gagns og gamans.

Fyrir stuttu síðan þá frumsýndi Apple nýja iPhone 4S sjónvarpsauglýsingu þar sem öll áherslan er lögð á Siri. Auglýsingin sýnir einstaklinga af öllum aldri biðja um aðstoð við ýmis verkefni, binda slaufu, leita í gulu síðunum, spila tónlist og margt fleira. Auglýsingin sýnir raunar hversu einfalt það er að nota Siri til að framkvæma skipanir.

Apple TV 2Á mörgum nýjum og nýlegum sjónvörpum er hægt að stilla fjarstýringuna þannig að hún geti stjórnað fleiri tækjum en bara sjónvarpinu. Með þessu móti geturðu einfaldað hlutina og nota sjónvarpsfjarstýringuna til að stjórna Apple TV.

Þetta er vægast sagt mikill kostur, ekki síst í ljósi þess að Apple TV fjarstýringin er svo lítil og nett að hún „týnist“ oft á milli sessa í sófanum. Leiðarvísirinn hér fyrir neðan sýnir hvernig þú gerir þetta.