fbpx

Apple TV 2Á mörgum nýjum og nýlegum sjónvörpum er hægt að stilla fjarstýringuna þannig að hún geti stjórnað fleiri tækjum en bara sjónvarpinu. Með þessu móti geturðu einfaldað hlutina og nota sjónvarpsfjarstýringuna til að stjórna Apple TV.

Þetta er vægast sagt mikill kostur, ekki síst í ljósi þess að Apple TV fjarstýringin er svo lítil og nett að hún „týnist“ oft á milli sessa í sófanum. Leiðarvísirinn hér fyrir neðan sýnir hvernig þú gerir þetta.

Skref 1: Notaðu Apple TV fjarstýringuna til að kveikja á því.

Skref 2: Veldu Settings valmyndina

Skref 3: Veldu Remotes og Start

Skref 4: Nú skaltu breyta um ham á sjónvarpsfjarstýringunni, þannig að það stjórni einhverju öðru en TV (oftast takki efst á fjarstýringu, ég valdi VCR á minni).

Skref 6: Leiðbeiningar ættu nú að birtast á skjánum til að stilla sjónvarpsfjarstýringuna inn á Apple TV. Ýttu á viðeigandi takka hverju sinni.

Láttu sjónvarpsfjarstýringuna læra Apple TV skipanirnar

Skref 7: Þegar þessu er lokið þá skaltu nota Apple TV fjarstýringuna til að velja nafn, og ýttu svo á Submit.

Nú ættirðu að getað notað sjónvarpsfjarstýringuna til að stjórna Apple TV

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. Ingólfur Arnar Björnsson Reply

    Snilld. Var aldrei búinn að spá neitt í þessu.

Write A Comment