Charlie Caper og Erik Rosales eru sænskir sjónhverfingamenn, sem hafa vakið mikla athygli fyrir atriði sitt, þar sem þeir nota sjö iPad spjaldtölvur frá Apple sem leikmuni.
Þangað til iOS 6 kom út, þá tóku allir iPhone eigendur því sem sjálfsögðum hlut að hafa Google Maps forrit á símanum. Það er því skemmtilegt að segja frá því að litlu munaði að forritið hefði ekki komið á iPhone, þegar hann kynntur til sögunnar árið 2007.
Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, var nokkuð merkilegur karakter. Þeir sem hafa lesið ævisögu hans (eða valda kafla úr henni) eru eflaust á þeirri skoðun að Steve Jobs hafi ekki beinlínis verið neitt gæðablóð. Það er í sjálfu sér engin lygi.
Enginn mun neita því að Steve Jobs var um margt furðurlegur og sérvitur, en hann gat einnig verið nokkur ljúfur í daglegu lífi. Á vefnum Quora, þar sem notendur spyrja og svara ýmislegum spurningum, spurði einn notandi hvort einhverjir ættu sögur af því þegar þeir hittu Steve Jobs í daglegu lífi sínu. Hér fyrir neðan birtum við helstu sögurnar.
Sænska símafyrirtækið 3 fer dálítið nýstárlega leið til að fá viðskiptavini til að skoða reikningsyfirlitið sitt. Fyrirtækið hefur sent frá sér forrit fyrir iPhone og Android, þannig að viðskiptavinir geti skoðað notkun sína með skemmtilegum hætti.