fbpx
Tag

Steve Jobs

Browsing

Steve Jobs

Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, var nokkuð merkilegur karakter. Þeir sem hafa lesið ævisögu hans (eða valda kafla úr henni) eru eflaust á þeirri skoðun að Steve Jobs hafi ekki beinlínis verið neitt gæðablóð. Það er í sjálfu sér engin lygi.

Enginn mun neita því að Steve Jobs var um margt furðurlegur og sérvitur, en hann gat einnig verið nokkur ljúfur í daglegu lífi. Á vefnum Quora, þar sem notendur spyrja og svara ýmislegum spurningum, spurði einn notandi hvort einhverjir ættu sögur af því þegar þeir hittu Steve Jobs í daglegu lífi sínu. Hér fyrir neðan birtum við helstu sögurnar.

Bill Gates var í viðtali hjá Yahoo! fyrir stuttu þar sem hann ræddi góðgerðarstörf sín, hvernig hægt væri að bæta bandaríska skóla og einnig fund sem hann átti við Steve Jobs nokkrum mánuðum áður en hann lést. Í viðtalinu fer Gates fögrum orðum um fyrrum keppinaut sinn, þar sem þeir ræddu saman um fortíðina, fjölskyldur sínar og hvernig tæknin og iðnaðurinn í kringum hana hefði breyst í áranna rás.