Microsoft hætti stuðningi við Windows XP stýrikerfið í gær, en stýrikerfið var gefið út árið 2001. Stýrikerifð náði mikilli útbreiðslu út um allan heim, og er með u.þ.b. 10% markaðshlutdeild hérlendis, þrátt fyrir að Microsoft hafi gefið tvö ný stýrikerfi. .
Í almennum leiðarvísi okkar um hvernig maður notar Netflix á Íslandi, þá fá Windows notendur einungis að njóta þess hvernig Playmo er sett upp á Windows 7 stýrikerfinu. Þarna var vinsælasta stýrikerfið valið, og leiðbeiningar fyrir það settar inn.
Frá því leiðarvísirinn var fyrst birtur þá hefur okkur alltaf borist stöku bréf, sem er oftast á þá leið hvernig maður setji inn þessar stillingar fyrir önnur Windows stýrikerfi. Við leystum slíkar beiðnir bara í hverju tilviki fyrir sig (enda stöndumst við sjaldnast mátið við fáum fallegar beiðnir í gegnum fyrirspurnakerfið).
Hér koma því uppsetningarleiðbeiningar fyrir öll Windows kerfi, allt aftur í Windows XP.