fbpx
Category

Leiðarvísar

Category

Ofurskálin (Superbowl) er á döfinni, og það sem flestir hafa áhuga á fyrir utan sjálfan leikinn eru auglýsingarnar, enda er um eftirsóttasta auglýsingatíma í Bandaríkjunum að ræða.

Ef þú vilt horfa á Superbowl á bandarískri sjónvarpsstöð í byrjun febrúar, þá getur þjónustan USTVNow komið að góðum notum, en hún  gerir notendum kleift að horfa á sex amerískar sjónvarpsstöðvar ókeypis, eða 28 stöðvar gegn (reyndar nokkuð háu) mánaðargjaldi.

kindle

Flestir eigendur Kindle lestölvunnar frá Amazon þekkja það hvimleiða vandamál að geta ekki keypt íslenskar rafbækur fyrir tölvuna sína (nema á skinna.is sem selur rafbækur í sniði sem Kindle tölvan les). Ástæðan er ávallt sú sama, viðkomandi búð selur bækurnar í ePub sniði.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan munum við sýna hvernig hægt er að breyta ePub skrám (e. convert) yfir í snið sem Kindle lestölvurnar geta lesið.