fbpx

Loksins er komið gagnlegt leiðsöguforrit í iOS tæki  (þ.e. iPhone og iPad 3G) sem virkar á Íslandi, en hingað til hefur Ísland ekki verið á heimskortinu hjá stórfyrirtækjum á borð við Navigon og TomTom, sem eru leiðandi fyrirtæki á þessu sviði, og Íslendingar þurft að reiða sig á Garmin tæki til að njóta leiðsagnar í akstri hérlendis.

Wisepilot Navigation er nýtt forrit frá Appello Systems sem breytir því. Íslandskortið er það sem gerir forritið að vænlegum kosti hérlendis, en eftirfarandi fídusar eru meðal þeirra sem forritið býður upp á:

  • 3D turn-by-turn navigation
  • Leit eftir heimilisfangi/húsnúmeri
  • Viðvaranir á myndavélasvæðum [í Speed Cameras aukapakka]
  • Hraðatakmarkanir [í Premium Navigation aukapakka]
  • Val á milli aksturs- eða gönguhams.
  • Athyglisverða staði á svæðinu (e. points of interest)

Forritið virkar vel í þessum dæmigerða innanbæjar- og ferðamannaakstri, en ekki hefur veirð reynt á það hvort hann f

 

inni lítt þekkta staði hérlendis.

Wisepilot forritið sjálft er ókeypis í App Store, en inni í forritinu sjálfu kaupir maður áskrift að kortum. Pakkarnir sem eru í

 

boði eru Navigation, Premium Navigation, Live Traffic, Speed Cameras og Wcities.  Allir pakkarnir nema Live Traffic virka á Íslandi.

Pakkarnir

Navigation er aðalpakkinn, og maður kemst ekki hjá því að kaupa hann, ætli

 

maður maður að nota forritið á annað borð. Hann inniheldur Evrópukortin og kostar $74.99 (2 ár) eða $7.99(1 mán). Ef notendur ætla einungis að nota forritið hérlendis, þá ætti þessi pakki að duga. ATH! Þessi pakki er rukkaður í US dollurum, en hinir í evrum.

Premium Navigation býður svo upp á akreinahjálp, auk þess sem að það sýnir hraðatakmarkanir þar sem maður er að keyra. Kostar €19.99 (2 ár).

 

Speed Cameras pakkann þarf vart að útskýra. Hann hjálpar manni að halda utan um hraðamyndavélar þegar maður er að keyra. Kostar €9.99 (2 ár).

Wisepilot Navigation [iTunes Store]

Avatar photo
Author

Write A Comment