Æskuheimili Steve Jobs, stofnanda Apple, verður jafnvel friðað, en í næstu viku mun nefnd koma saman til að meta sögulegt gildi hússins.
Steve Wozniak, sem einnig er þekktur sem Woz eða „The Other Steve“ er mörgum að góðu kunnur, en hann stofnaði Apple ásamt Steve Jobs í bílskúr þess síðarnefnda árið 1976.
Þrátt fyrir að vera frægur á heimsvísu þá hefur Wozniak ávallt haldið sig á jörðinni, og í stað þess að panta nýjasta iPadinn heim að dyrum líkt og margir kusu að gera, þá ákvað hann að bíða næturlangt í röð eftir spjaldtölvunni sem beðið er með mikilli eftirvæntingu.