fbpx

Að neðan má sjá leiðbeiningar svo þú getir stofnað bandarískan PSN reikning. Hentugt er að vera með slíkan reikning svo þú getir getir nýtt þér þjónustur á borð við Netflix, Hulu Plus, Vudu Movies og Pandora í PlayStation 3. Hér er einmitt leiðarvísir um hvernig þú notar Netflix í PS3.

Einnig er almennt ágætt að vera með einn bandarískan PSN reikning (og einn breskan), því oft er úrval leikja í PlayStation Store mismunandi eftir því hvar notendur eru skráðir. Í sumum leikjum er líka nauðsynlegt að vera með breskan eða bandarískan reikning, og svo ég nefni dæmi, að þá er ekki hægt að spila á netinu í gegnum íslenskan PSN reikning í leikjum frá EA Sports.

1. Kveiktu á PlayStation tölvunni. Þegar þú ert í aðalvalmyndinni, farðu þá alveg lengst til vinstri í Users, og veldu þar Create New User. Við munum hafa tvo notendur á tölvunni svo það sé einfalt að skipti á milli. Ef þú hefur þennan hátt á þá geturðu vistað lykilorðið á báðum reikningum og þarft aldrei að rita þau þegar ferð úr einum reikning yfir í annan.

2. Sláðu inn notandanafn fyrir bandaríska reikninginn, t.d. „US PSN“, „Netflix“ eða eitthvað álíka svo þú munir af hverju þú ert með þennan notanda á tölvunni. Ýttu svo á OK.

3. Skráðu þig inn sem nýi notandinn. Þú þarft að staðfesta að sá notandi sem sé innskráður verði skráður út. Ýttu á Yes.

4. Farðu nú PlayStation Network valmyndina á skjánum (næst lengst til hægri) og þar skaltu velja Sign Up for PlayStation®Network og veldu svo Create New Account (New Users).

5. Nú birtast þær upplýsingar á skjánum sem þú þarft að gefa upp. Smelltu á Continue.

6. Nú velurðu landið þar sem reikninginn verður skráður. Hér skaltu velja United States. Sláðu inn einhvern afmælisdag og ýttu svo á Continue.

7. Skilmálar PlayStation Network birtast. Ýttu á Accept.

8. Nú þarftu að slá inn netfang sem Sign-In ID, lykilorð og þannig upplýsingar. Ýttu svo á Continue.

Ath: Eitt ágætis bragð, er að ef þú ert með Gmail, þá geturðu notað netfangið þitt aftur með marga reikninga. Það sem þú þarft að gera er að bæta punkti einhvers staðar í netfangið þitt. Ef netfangið þitt er t.d. jonjonsson@gmail.com í reikningnum sem þú stofnaðir upphaflega í PSN, hafðu það þá núna jon.jonsson@gmail.com. Getur haft eins marga punkta og þú vilt í þessu. Ástæðan er sú að Google hunsar punkta í Gmail netföngunum, þannig að póstur sem er sendur á jonjonsson@gmail.com og jon.jonsson@gmail.com berst allur á sama netfangið.

9. Veldu þér eitthvað Online ID á PSN og smelltu svo á Continue.

10. Nú þarftu að slá inn fornafn og eftirnafn. Gerðu það, og smelltu svo á Continue

11. Heimilisfang. Eins og í App Store og Netflix leiðarvísunum, notaðu þá eitthvað alvöru bandarískt heimilisfang (fyrir utan að nafnið getur verið hvað sem er). Hægt er að nota vefinn Real USA Address til að finna heimilisfang. Sláðu inn heimilisfang og smelltu síðan á Confirm.

12. Þegar hér er komið við sögu þá ætti PSN að vera að óska þér til hamingju með að hafa búið til reikning á PSN netinu.

Til að hafa næga inneign á bandaríska PSN reikningnum þá geturðu keypt bandaríska PSN inneign frá söluaðilum eins og Eplakort.

Avatar photo
Author

6 Comments

  1. Fæ aldrei valid heimilisfang, buin ad prufa mörg. Hvad er eg ad ger rangt?

  2. Ég get aldrei tengst við PSN á PS3 þó svo að playmo.tv sé stillt inn. Það kemur alltaf villa 8002a535. Einhverjar hugmyndir?

Write A Comment