fbpx

Ofangreind skilaboð vill ekki nokkur maður sjá á tölvunni sinni, ekki síst þegar viðkomandi er að hala einhverju niður af netinu. Góð þumalputtaregla er að hafa alltaf u.þ.b. 10% af heildarplássi á disknum laust fyrir hluti á borð við sýndarminni og flýtiminni (e. cache).

Hér fyrir neðan getur að líta nokkur ráð sem hjálpa þér að spara pláss á disknum þínum.

1. Hreinsa ruslið

empty-trash

Margir telja sig vera í góðum málum ef þeir setja skrár í ruslið, en gleyma svo að tæma það. Oft eru heilu gígabætin af gögnum í ruslinum, þannig að með því að tæma það ertu strax að rýma aðeins til fyrir öðru og betra efni.

2. Eyða ónauðsynlegum .dmg skrám

Mac notendur kannast eflaust við .dmg skrár, en þær geyma uppsetningarforrit eða tilbúin hugbúnað sem einungis þarf að draga yfir í Applications. Oftast nær er gagnslaust að geyma þessar skrár eftir uppsetningu. Undantekning frá því er ef ekki er hægt að fjarlægja forrit alveg úr tölvunni nema með því að ræsa Uninstaller sem geymdur er í .dmg skránni.

3. Eyða tungumálum sem eru ekki í notkun

Þú þarft eflaust ekki að vera með tungumálastuðning fyrir katalónsku, finnsku eða hollensku á stýrikerfinu. Monolingual er forrit sem gerir manni kleift að fjarlægja þessar tungumálaskrár úr ýmsum forritum. Athugaðu bara að eyða ekki skrám fyrir þau tungumál sem eru í notkun. Þegar undirritaður keyrði forritið þá sparaðist 2,48 GB af plássi.

4. Tiltekt í Downloads möppunni

Downloads mappan er ætluð sem tímabundin geymsla á gögnum, en ekki aðalmappan á harða disknum þínum. Farðu í gegnum möppuna. Ef Downloads er mappan í BitTorrent forritinu þínu, þá skaltu annaðhvort færa efnið yfir á utanáliggjandi disk eða eyða því. Ekki geyma þriðju seríu af Game of Thrones í HD, því við vitum bæði að þú munt ekki horfa á hana aftur.

Forritið GrandPerspective er nokkuð sniðugt, en með því geturðu valið möppu (eða harðan disk), og forritið birtir með myndrænum hætti hvernig plássið skiptist niður. Þegar ég keyrði forritið hjá mér þá kom t.d. í ljós að þar var 5GB skrá með kvikmyndinni Die Hard: With a Vengeance, sem gerð í tilefni þessarar færslu en hefur aldrei spiluð.

Þessi mynd að ofan virðist heldur fáránleg, en eftir að þú skannar diskinn þinn, þá geturðu látið músina sveima (e. hover) yfir viðkomandi fleti, og þá sérðu hvaða skrá tengist fletinum. Stærri flötur = stærri skrá. Þú getur einnig hægri-smellt á flötinn og valið „Reveal in Finder“ ef þú vilt fara beint í möppuna og eyða viðkomandi skrá.

5. Eyddu „draslskrám“

Með því að nota netvafra og annað, þá geyma forritin ýmis gögn í flýtiminni (e. cache) svo viðkomandi forrit sé fljótara að sækja viðkomandi gögn á ný næst þegar þú notar það. Þetta getur safnast saman og orðið heldur stórt (sérstaklega í forritum eins og Spotify).

Forritið CCleaner (Auka c-ið stendur fyrir crap) er gagnlegt til að hreinsa þessar skrár. Við gerð þessarar greinar var forritið prófað og þá kom t.d. í ljós að flýtiminnið í Google Chrome var orðið 832 MB að stærð, og System Logs 533 MB.

Write A Comment