fbpx

Rétt í þessu voru að berast fregnir um að hugbúnaðarrisinn Microsoft hafi keypt Skype á 973 milljarða (8,5 milljarða dollara).

Kaupin eru þau stærstu í sögu Microsoft fyrirtækisins, og það má telja þau heldur varhugaverð, þar sem Skype hefur ekki beinlínis gefið vel af sér í gegnum tíðina.

Margir spá að með kaupunum þá muni Skype koma sterkt inn í Xbox Live samfélagið og Kinect myndsímtöl, auk þess sem að Skype verði jafnvel innlimað inn í Windows Phone 7 stýrikerfið.

Um Skype
Stofnað: 2003
Skráðir notendur: 663 milljónir.
Virkir notendur (skv. Microsoft): 170 milljónir.
Notendur sem nota ekki endurgjaldslausa þjónustu: 8,8 milljónir.

Avatar photo
Author

Write A Comment