Margir iPad eigendur hafa beðið í ofvæni eftir að geta jailbreak-að tækin sín. Sú bið er nú á enda, því @comex, sem er frægur fyrir fyrri jailbreak sín (Spirit og síðustu útgáfu af JailbreakMe) bjó til jailbreak sem hver sem er getur sett á iPad, iPhone 4, iPhone 3GS eða iPod Touch sem keyrir iOS 4.3.3.
Leiðbeiningar til að jailbreak-a með þessari aðferðir eru svo einfaldar, að ef þú skilur iOS tækið þitt í návist barns, þá gæti það óvart jailbreak-að tækið þitt. Leiðbeiningar að neðan:
Skref 1: Opnaðu Safari og farðu inn á jailbreakme.com.
Skref 2: Smelltu á Install (sjá mynd að ofan). Útlit síðunnar er eins og þegar maður nær í forrit á App Store.
Skref 3: Búið.
Farðu á JailbreakMe.com ef þú vilt jailbreak-a iOS á 4.3.3. núna.