fbpx

Slökktu á Dashboard með Terminal

Mac: Þótt að Dashboard-ið í Mac sé mjög sniðugt með sín Widgets, þá eru fjölmargir notendur sem hafa ekkert með það að gera. Með því að slá inn tvær línur í Terminal þá er hægt að slökkva endanlega á Dashboard. Þetta er einkar hentugt fyrir notendur sem annaðhvort:

a) Nota aldrei Dashboard (eins og ég)
eða
b) Eru með takmarkað vinnsluminni og vilja nýta það eins vel og hægt er.

Til að slökkva á Dashboard, þá þarf að fara í Terminal og slá inn eftirfarandi texta:

defaults write com.apple.dashboard mcx-disabled -boolean YES && killall Dock

Til að virkja Dashboard á ný þá ferðu í gegnum ferlið að ofan, en skiptir út „YES“ á eftir -boolean með „NO“.

Avatar photo
Author

Write A Comment