RÚV logoVefur Ríkisútvarpsins hefur fengið uppfærslu (og það nokkur tímabæra) sem auðveldar bæði Mac notendum að horfa á efni af vefnum, auk þess sem eigendur snjallsíma og spjaldtölva geta nú bæði hlustað eða horft á efni af vefnum í tækjum sínum.

Nýi vefurinn ætti líka að kæta eigendur smátækja á borð við iPhone, iPad og Galaxy Tab, en nú er loksins hægt er að hlusta/horfa á efni á vefnum í slíkum tækjum (Einstein getur staðfest að vefurinn virkar í iOS tækjum (t.d. iPhone og iPad) en hefur ekki enn prófað vefinn í öðrum stýrikerfum á borð við Android, en leiða má líkur að því að það virki líka á Android).

Eins og kom fram að ofan þá ættu Mac notendur ekki lengur að lenda í vandræðum með að horfa á efni af vefnum, en þar til nú þá hafa þeir átt erfitt með að horfa á efni af vefnum í Mac OS X stýrikerfinu.

Til að hlusta á eða horfa á efni á RÚV vefnum, farið þá inn á venjulega vefinn (ekki farsímaútgáfu af vefnum) og þaðan í Sarpinn.

Sarpurinn [RÚV]

Ritstjórn
Höfundur