Samsung og Apple hafa að undanförnu eldað grátt silfur saman, en Apple stendur nú í málaferlum við Samsung varðandi útlit og hönnun á Samsung Galaxy Tab, en Apple kveður fyrrnefnda tækið vera svo líkt iPad í útliti að erfitt sé fyrir leikmann að sjá muninn á þeim.

Nú skal ósagt látið hvort Samsung hafi gert þessa auglýsingu með það fyrir augum að koma höggi á Apple, en í auglýsingunni er gert góðlátlegt grín að Apple notendum sem bíða margar klukkustundir í biðröð eftir einni vöru, og leggja áherslu á hversu auðvelt það er að verða sér úti um Samsung síma.

Ritstjórn
Author

Write A Comment