Cydia

Áhugamenn um jailbreak ættu að taka gleði sína á ný, því fyrr í dag kom untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1. Pod2g greindi frá því á Twitter síðu sinni í byrjun nóvember að hann væri búinn að finna villu í iOS5, þannig að hann hægt væri að framkvæma untethered jailbreak á iOS 5.0.1. Tæpum tveimur mánuðum síðar er jailbreak-ið komið út, eftir þrotlausa vinnu frá bæði iPhone Dev-Team og Chronic Dev-Team.

Jailbreak-ið virkar fyrir öll iOS tæki sem geta keyrt iOS 5 að frátöldum iPhone 4S og iPad 2.

Munurinn á Tethered og Untethered jailbreak?
Hann er sá að þegar um tethered jailbreak er að ræða, þá þarf að tengja iPhone við tölvu, setja í DFU mode og allan pakkann svo hægt sé að kveikja á símanum endurræsa hann, sem getur verið heldur hvimleitt, sér í lagi ef maður er ekki staddur heima hjá sér ef síminn verður batteríslaus.

Að neðan má sjá tengla í Redsn0w, sem notað er til að jailbreaka iOS 5.0.1, og þar fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir eigendur iPhone síma eftir því hvort síminn er opinn, aflæstur eða hvort fólk hafi þegar framkvæmt tethered jailbreak.

redsn0w 0.9.10b1 [Mac]
redsn0w 0.9.10b1 [Windows] – Muna að keyra forritið í Administrator Mode.

Eigendur opinna síma sem vilja jailbreak
Þá er jailbreak ferlið einfalt. Nóg er að sækja redsn0w að ofan, velja „Jailbreak“ og fylgja leiðbeiningunum forritsins sem eru nokkuð einfaldar.

Eigendur aflæstra síma sem vilja uppfæra í 5.0.1
Þeir sem eru með aflæsta síma þurfa að búa til Custom IPSW skrá í Redsn0w til þess að halda aflæsingunni. (Sjá grein um muninn á opnum, læstum og aflæstum iPhone símum)

Þeir sem hafa framkvæmt tethered jailbreak og vilja untethered
Þeir sem hafa áður jailbreak-að tethered og vilja untethered, geta einfaldlega farið í Cydia og leitað þar að Corona 5.0.1 Untether. Ef það finnst ekki í fyrstu, þá er æskilegt að loka Cydia alveg (í Multitasking), opna Cydia á ný, velja þar Changes og uppfæra alla pakka í botn.

Ritstjórn
Author

Write A Comment