fbpx

Margir nota nú XBMC á Apple TV sem margmiðlunarstöð heimilisins. Áður hefur verið farið út í hvernig hægt er að hlusta á íslenskt útvarp með því að setja upp litla viðbót. Möguleikar XBMC eru þó ekki takmarkaðir við að hlusta á útvarp, því einnig er hægt að setja upp margvíslegar viðbætur (e. add-ons) sem virka með hinum og þessum þjónustum, t.d. Vimeo, YouTube, CollegeHumor, FunnyOrDie og margt fleira.

XBMC hefur að geyma margar viðbætur sem hægt er að setja upp án mikillar vinnu (t.d. allar þjónusturnar sem nefndar eru að ofan). Til þess að setja þau upp þá þarf einungis að fara í System > Add-ons > Get Add-ons. Eftir að viðbót er sett upp þá mælum við alltaf með því að endurræsa XBMC.

Margar af öflugustu viðbótunum fyrir XBMC eru þó þannig úr garði gerð að þau eru ekki geymd í gagnagrunni XBMC forritsins eins og það kemur úr kassanum, heldur þarf notandinn að setja inn unofficial repository til þess að nota þau. Það krefst aðeins meiri handavinnu, en margborgar sig oft á endanum.

Að neðan er farið yfir það hvernig notandi setur upp svona unofficial repositories. Miðað er við að notandi sé með Apple TV, en uppsetningin er ennþá einfaldari ef maður er með XBMC á tölvunni.

XBMC EDEN Beta

Skref 1: Auðveldast er að sækja nokkuð sem heitir Passion Repository. Nærð i zip skrá með því hér.

Skref 2: Nú þarftu að tengjast Apple TV með SFTP. Til þess að gera það þarftu að hafa forrit sem styður SFTP skráarflutning, t.d. FileZilla.

Ath! Tölvan sem þú tengist Apple TV-inu verður að vera á sama Wi-Fi og Apple TV-ið sjálft. Slærð svo inn eftirfarandi í FileZilla, og athugaðu að það er mikilvægt að þú notir SFTP en ekki FTP. Í FileZilla skaltu svo rita eftirfarandi gildi:

Host name: apple-tv.local
username: root
password: alpine

Skref 3: Þegar þú ert hefur tengst Apple TV með FileZilla, þá skaltu setja inn skrárnar sem þú sóttir í skrefi 1 í möppuna /private/var/mobile. Að því búnu þá skaltu fara svo yfir í Apple TV spilarann, og opna XBMC. Ferð þar í System > Add-ons og Install from zip file til að setja það upp. Farðu svo í System > Add-ons > Get Add-ons. Veldu „Passion repository„, finndu þar Program Add-ons, smelltu á Repositories Installer og smelltu þar á Install.

Skref 4: Endurræstu XBMC. Síðan skaltu fara í Programs > Add-ons og opna Repositories Installer. Með Repositories Installer spararðu þér þetta ferli þegar þú þarft að setja inn nýtt repository fyrir XBMC viðbætur. Eftir að þú setur inn repository þá þarftu alltaf að endurræsa XBMC, og að því búnu geturðu farið í System > Add-ons > Get Add-ons til að setja upp fleiri viðbætur.

Avatar photo
Author

2 Comments

  1. væri ekki auðveldara að wget’a skránna i staðinn fyrir ad sftpa hana ?

    cd /private/var/mobile 
    wget http://passion-xbmc.org/addons/Download.php/repository.passion.xbmc.org/repository.passion.xbmc.org-1.0.4.zip 

Write A Comment