fbpx

Ef þú átt iPad þá viltu eflaust getað slegið inn séríslenska stafi á tæki þitt. Til allrar hamingju, þá er hægt að fá séríslenska stafi í iPad, iPhone og iPod Touch með mjög einföldum hætti. Áður hefur verið farið út í hvernig þetta er gert á iPhone, en nú kemur stuttur leiðarvísir um hvernig maður fær íslenskt lyklaborð á iPad :

Skref 1: Byrjaðu á að opna Settings og finna þar General.

iPad íslenskt lyklaborð

 

2. Í General skaltu skruna niður þar til þú sérð og velur Keyboard eða International. Í okkar dæmi er  Keyboard valið.

iPad íslenskt lyklaborð 2

3. Smellið næst á Add New Keyboard… og veljið Icelandið til að bæta við íslensku lyklaborði.

iPad íslenskt lyklaborð 3
4. Þegar hér er komið við sögu þá er hægt að eyða enska lyklaborðinu út, og er gert með því að smella á Edit í Keyboard valmyndinni og á mínus-merkið við hliðina á English. Þó er auðveldlega hægt að hafa 2 (eða fleiri) lyklaborð, og skipta á milli þeirra eftir hentisemi (sjá mynd að neðan), með því að halda inni takkanum vinstra megin við bilslána þegar texti er ritaður.


Ath!

Sumir notendur fylgja öllum leiðbeiningum eftir í þaula, en telja íslenska lyklaborðið samt ekki vera komið upp hjá sér. Ástæðan er sú að enska lyklaborðið á iOS lítur alveg eins út og það íslenska við fyrstu sýn.

Munurinn er sá að til að fá íslenska stafi þá þarf að ýta á stafi sem tengjast þeim séríslensku, og þá birtist möguleiki yfir sérstafi sem hægt er að rita.

Til að fá Á þarf maður að ýta á A og halda inni, T fyrir Þ, D fyrir Ð, o.s.frv.

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. Þetta er ótrulega slappt, að sjálfsögðu gerir ég ráð fyrir að fá íslensk lyklaborð, en ekki enskt lyklaborð með íslenskum fixum. Ég vona þetta verði lagað á einhvern hátt.

Write A Comment