fbpx

Margir eigendur iOS tækja tengja iCloud svo mikið við Apple og Mac tölvur, að þeir halda jafnvel að einungis sé hægt að nýta sér þjónustuna til að hafa tölvupóst, tengiliði, dagatöl og fleira stillt saman ef Mac tölva er á heimilinu. Svo er ekki.

Að neðan má sjá leiðbeiningar til að setja upp iCloud á Windows.

Skref 1:  Byrjaðu á að ná í iCloud Control Panel hér. (Þarft að vera með Windows Vista SP2 eða Windows 7)

Skref 2: Eftir að þú  hefur sett upp iCloud Control Panel, þá skaltu kveikja á iCloud. Það gerirðu með því að ýta á Start Menu, velja Control Panel > Network and Internet > iCloud. Þar skaltu slá inn Apple notandanafnið þitt sem þú vilt nota á iCloud, og haka við þær þjónustur sem þú vilt hafa stilltar saman.

 

Ath! Outlook 2007 eða 2010 er nauðsynlegt til að stilla saman tölvupóst, tengiliði og dagatöl, og Safari 5.1.1 eða Internet Explorer 8+ fyrir bókamerki.

Skref 3 (valkvætt): Virkjaðu Automatic Downloads. Ef þú vilt virkja sjálfvirkt niðurhal á tónlist, forritum og bókum, þá skaltu opna iTunes, og fara þar í Edit > Preferences > Store og velja Music, Apps og/eða Books.

 

Heimild: Apple
Avatar photo
Author

Write A Comment