fbpx

Mac: Hugbúnaðarsíðan MacUpdate er með sérstaka útsölu af Call of Duty 4: Modern Warfare, en í dag (þ.e. þangað til 23:59 að bandarískum tíma), þá kostar leikurinn einungis $14.99 eða tæpar 2000 krónur, en leikurinn er almennt seldur á u.þ.b. 5000 krónur hérlendis (og nýjustu útgáfur leiksins á 9-12 þúsund krónur.

Vitanlega er þetta ekki nýjasta útgáfan af leiknum, en þetta er tækifærið fyrir Mac notendur sem hafa aldrei spilað Call of Duty og vilja dýfa litlu tánni í vatnið. Hægt er að hala leiknum niður beint af netinu, þannig að kaupendur eru lausir við toll, virðisaukaskatt og tollmeðferðargjald sem myndi hljótast ef leikurinn yrði fluttur inn til landsins.

Á vörusíðu MacUpdate lætur einn kaupandi þau orð falla að ef maður ætli að eiga einn fyrstu persónu skotleik, þá ætti sá leikur að vera Call of Duty.

Avatar photo
Author

Write A Comment