Mac: Hugbúnaðarsíðan MacUpdate er með sérstaka útsölu af Call of Duty 4: Modern Warfare, en í dag (þ.e. þangað til 23:59 að bandarískum tíma), þá kostar leikurinn einungis $14.99 eða tæpar 2000 krónur, en leikurinn er almennt seldur á u.þ.b. 5000 krónur hérlendis (og nýjustu útgáfur leiksins á 9-12 þúsund krónur.

Vitanlega er þetta ekki nýjasta útgáfan af leiknum, en þetta er tækifærið fyrir Mac notendur sem hafa aldrei spilað Call of Duty og vilja dýfa litlu tánni í vatnið. Hægt er að hala leiknum niður beint af netinu, þannig að kaupendur eru lausir við toll, virðisaukaskatt og tollmeðferðargjald sem myndi hljótast ef leikurinn yrði fluttur inn til landsins.

Á vörusíðu MacUpdate lætur einn kaupandi þau orð falla að ef maður ætli að eiga einn fyrstu persónu skotleik, þá ætti sá leikur að vera Call of Duty.

Ritstjórn
Author

Write A Comment