fbpx

VísirFyrir ekki alls löngu síðan greindi Einstein frá því hvernig hægt væri að horfa efni úr Sarpinum  á XBMC. Nú er komin önnur viðbót fyrir XBMC sem svipar til þeirrar fyrri, en með þessari er hægt að horfa á vefsjónvarp Vísis í XBMC.

Það er forritarinn Hagur sem er á bak við þessa viðbót, og á hann mikið lof skilið fyrir ólaunaða vinnu sína í þágu almennings. Með Vísis viðbótinni fyrir XBMC er m.a. hægt að horfa á myndefni án atbeina tölvu (t.d. með Apple TV) sem margir myndu telja þægilegra heldur en að heimsækja vef Vísis í hvert skipti sem þeir vilja horfa á fréttir gærdagsins.

Viðbótin er ný af nálinni, og sýnir m.a. liði sem virka ekki (eins og t.d. mörk úr enska boltanum). Aðrar takmarkanir eru þær að ekki er hægt að horfa á beinar útsendingar, t.d. fréttatíma Stöðvar 2. Að auki sýnir viðbótin bara fyrstu 18 myndböndin í hverjum flokki, en í flokkunum má oft sjá mun fleiri myndbönd.Ef þú hefur séð leiðarvísi okkar í síðustu viku um hvernig XBMC viðbætur eru settar upp þá ætti þér að vera kunnugt um ferlið sem fylgir þessu, en annars er hægt að fylgja leiðarvísi hér að neðan. Sem fyrr þá miðar leiðarvísirinn við að notandi sé með Apple TV, en uppsetningin er ennþá einfaldari ef maður er með XBMC á tölvunni sinni, þar sem að notandinn þarf þá ekki að tengjast tækinu með SFTP.


 Skref 1: Fyrst þarftu að sækja add-on skrána, en hana er hægt að nálgast hér (ZIP skrá).

Skref 2: Nú þarftu að tengjast Apple TV með SFTP. Til þess að gera það þarftu að hafa forrit sem styður SFTP skráarflutning, t.d. FileZilla.

Ath! Tölvan sem þú tengist Apple TV-inu verður að vera á sama Wi-Fi og Apple TV-ið sjálft. Slærð svo inn eftirfarandi í FileZilla, og athugaðu að það er mikilvægt að þú notir SFTP en ekki FTP. Í FileZilla skaltu svo rita eftirfarandi gildi:

Host name: apple-tv.local
username: root
password: alpine

Skref 3: Þegar þú ert hefur tengst Apple TV með FileZilla, þá skaltu setja inn skrárnar sem þú sóttir í skrefi 1 í möppuna /private/var/mobile. Að því búnu þá skaltu fara svo yfir í Apple TV spilarann, og opna XBMC. Ferð þar í System > Add-ons og Install from zip file til að setja það upp.  Innan örfárra sekúndna þá ættu að birtast skilaboð um að viðbótin sé uppsett.

Skref 4: Endurræstu XBMC til öryggis svo allar breytingar taki örugglega gildi, og þá ættirðu að sjá viðbótina í Videos > Add-ons, undir nafninu Vísir – VefTV.

Avatar photo
Author

3 Comments

  1. Af einhverjum ástæðum get ég ekki komist inn á apple tvið. SKiptir engu hvort ég nota cyberducky, filezilla eða winscp. Ég er með jailbreak á 5.0.1 útgáfunni og búinn að setja upp xbmc og allt það dóterí, Fæ bara connection refused.

    • Já, það á til að gerast í einstaka tilvikum.

      Prófaðu að tengjast IP tölunni á Apple TV spilaranum. Finnur hana í Settings > General > Network. Er eflaust 192.168.1.X

      Tengist þá t.d. 192.168.1.35, með notandanafn root og lykilorð alpine. Ætti að virka.

Write A Comment