iOS útgáfa af Google Chrome, netvafranum sem er sífellt að sækja í sig veðrið, lenti í App Store laust fyrir helgi. Bæði iPad og iPhone útgáfa komu út þannig að enginn verður svikinn með þessu nýja forriti.
Ef þú notar Google Chrome á tölvunni þinni þá geturðu stillt saman (e. sync) vafrið, þannig að ef þú ert að skoða síður á tölvunni, þá geturðu haldið áfram þar sem frá var horfið í iPhone, iPod Touch eða iPad.
Chrome fyrir iOS nær samt ekki sama hraða og Safari við birtingu síðna, þar sem að Apple leyfir öðrum iOS vöfrum (e. browsers) að nýta Nitro Javascript vélinni sem gerir Safari að hraðasta vafra iOS stýrikerfisins.
Chrome er ókeypis og fæst í App Store.
Chrome [App Store]