fbpx
Tag

iPhone forrit

Browsing

Outlook iOS

Microsoft hefur gefið út iOS útgáfu af Outlook forritinu góðkunna. Viðmót forritsins er líkara Windows 8 heldur en iOS, en þar sem að margir telja að breytt hönnun á viðmóti í iOS 7 sé undir áhrifum Windows 8, þá er ekkert víst að forritið skeri sig mjög úr þegar iOS 7 kemur út síðar á árinu.

iPhone forrit í ferðalagiðÁður fyrr var eitt helsta verkefni ungmenna fyrir sumarferðalagið að taka upp eftirlætislögin á 90 mínútna kassettu og setja á Sony Walkman vasadiskóið. Þetta, eins og margt annað, hefur breyst í áranna rás og nú einbeita aðilar sér frekar að því að finna rétt forrit fyrir iPadinn eða iPhone símann svo ferðalagið verði eilítið auðveldara.

Twitter #music

Bandaríski samfélagsmiðilinn Twitter svipti í dag hulunni af þjónustunni Twitter #music sem fyrirtækið segir að muni breyta því hvernig fólk finnur tónlist á netinu.

Þjónustan byggir (eðlilega) á Twitter, og fer í gegnum Twitter færslur til að finna vinsælustu lögin hverju sinni, og hugsanlegar stjörnur morgundagsins.  Lögin á Twitter #music koma frá þremur tónlistarveitum: iTunes, Spotify eða Rdio.

Facebook - iOSFacebook fyrir iOS fékk uppfærslu í gær, og er nú komið í útgáfu 6.0.

Forritið tekur dálítið mið af Facebook Home viðmótinu sem fyrirtækið kynnti um daginn, en nú geta notendur haft svokallaða Chat Heads sýnilega þegar þeir spjalla við vini sína á Facebook, þannig að minni líkur eru á að einstaklingar gleymi að kveðja áður en þeir skilja við snjallsímann og halda á vit ævintýranna.

Pomodoro aðferðin Það gerist á bestu bæjum að markmið dagsins er að læra 12 tíma þann daginn, en þegar lagst er upp í rúm eftir einn Grey’s Anatomy eða endursýndan Kastljósþátt þá er afraksturinn heldur rýr. Þetta getur verið heldur hvimleitt, sérstaklega þegar nær dregur prófum. Með því að beita Pomodoro aðferðinni þá muntu einbeita þér betur að lærdómi eða öðrum verkefnum og afkasta meiru en þú áttir von á.